Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, janúar 30, 2006

Heillaráð.

Hérna eru nokkur heillaráð sem vert er að skoða.


1. Hældu þremur manneskjum á dag.

2. Eigðu hund.

3. Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári.

4. Mundu afmælisdaga.

5. Vertu almennilegur við gengilbeinur.

6. Heilsaðu með þéttu handtaki.

7. Horfðu í augu fólks.

8. Sýndu þakklæti.

9. Vertu kurteis í tali.

10. Lærðu á hljóðfæri.

11. Syngdu í baði.

12. Notaðu silfurhnífapörin.

13. Lærðu að elda góða kjötkássu.

14. Plantaðu blómum á hverju vori.

15. Eigðu vönduð hljómtæki.

16. Vertu fyrri til að heilsa.

17. Lifðu ekki um efni fram.

18. Leggðu meira upp úr húsnæði en bílum.

19. Kauptu góðar bækur þótt þú lesir þær aldrei.

20. Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálfum þér og öðrum.

21. Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir.

22. Vertu í burstuðum skóm.

23. Notaðu tannþráð.

24. Drekktu kampavín án nokkurs tilefnis.

25. Biddum um launahækkun þegar þér finnst þú eiga það skilið.

26. Vertu fyrri til að slá frá þér.

27. Skilaðu öllu sem þú færð að láni.

28. Taktu einhvern tíma að þér kennslu.

29. Taktu þátt í námskeiði.

30. Kauptu aldrei hús án arins.

31. Kauptu alltaf af börnum sem eru með hlutaveltu.

32. Eigðu jeppa einhvern tíma á ævinni.

33. Komdu fram við alla eins og þú vilt láta koma fram við þig.

34. Lærðu að þekkja músík Chopins, Mozartz og Beethovens.

35. Gróðursettu tré á afmælinu þínu.

36. Gefðu lítra af blóði árlega.

37. Leitaðu nýrra vina, en sinntu líka þeim gömlu.

38. Varðveittu leyndarmál.

39. Taktu fullt af myndum.

40. Afþakkaðu aldrei heimabakaðar kökur.

41. Gleymdu þér ekki að gleðjast.

42. Skrifaðu þakkarbréf jafnóðum.

43. Gefðu aldrei neinn upp á bátin. Kraftaverk gerast daglega.

44. Sýndu kennurum virðingu.

45. Sýndu lögregluþjónum og brunavörðum virðingu.

46. Sýndu varðmönnum virðingu.

47. Eyddu ekki tíma í að læra klækina í faginu. Lærðu fagið sjált í staðin.

48. Hafðu góða stjórn á skapi þínu.

49. Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingaskilti.

50. Skrúfaðu tappann á tannkremstúpuna.
51. Farðu óbeðinn út með ruslið.

52. Varastu sólbruna.

53. Neyttu atkvæðisréttar.

54. Færðu ástvinum óvæntar gjafir.

55. Hættu að kenna öðrum um. Berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum.

56. Segðu aldrei að þú sért í megrun.

57. Gerðu það besta úr neyðarlegum uppákomum.

58. Taktu alltaf í útrétta hönd.

59. Lifðu þannig að börnum þínum detti þú í hug ef sanngirni, umhyggju og heilindi ber á góma.

60. Viðurkenndu mistök.

61. Biddu alltaf einhvern að sjá um póst og dagblöð ef þú ferð úr bænum. Þetta tvennt er það fyrsta sem þjófar hafa til marks.

62. Njóttu fólks, en ekki nota það.

63. Mundu að allar fréttir eru hlutdrægar.

64. Lærðu að framkalla ljósmyndir.

65. Leyfðu fólki að komast fram úr þér ef þú þarft að nema staðar í umfreðinni.

66. Styrktu ferðasjóð námsmanna.

67. Farðu fram á það besta og vertu reiðubúinn að greiða það sem það kostar.

68. Virstu hugrakkur þótt þú sért það ekki. Einginn sér muninn.

69. Blístraðu.

70. Sýndu börnum hlýju eftir að þú hefur tekið í lurginn á þeim.

71. Lærðu að skapa eitthvað fallegt með höndunum.

72. Gefðu líknarfélögum öll föt sem þú hefur ekki notað í þrjú ár.

73. Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu.

74. Borðaðu sveskjur.

75. Hjólaðu.

76. Veldu þér líknarfélag og veittu því ríkulega af tíma þínum og fé.

77. Líttu ekki á góða heilsu sem sjálfgefinn hlut.

78. Neitaðu aldrei verkefni sem virðist lítt áhugavert án þess að ræða við fólkið. Hafnaðu aldrei tilboði án þess að hafa heyrt frá fyrstu hendi hvað um er að ræða.

79. Láttu eiturlyf eiga sig og sniðgakktu þá sem í þeim eru.

80. Lærðu að dansa.

81. Varastu að láta hæðnisorð falla.

82. Haltu þig frá veitingahúsum þar sem trúbadorar troða upp.

83. Mundu að í viðskiptum og fjölskyldumálum er traust mikilsverðast af öllu.

84. Ekki keppa við náungann.

85. Hvettu aldrei neinn til að fara í lögfræði.

86. Ekki reykja.

87. Festu lítinn krans framan á bílinn þinn um jólin.

88. Jafnvel þó þú sért vel stæður skaltu láta börnin þín sjá um skólagjöldin sín sjálf.

89. Farðu með dagblöð, flöskur og dósir í endurvinnsluna.

90. Fylltu ísmolaformin.

91. Láttu aldrei sjá þig ölvaðan.

92. Kauptu aldrei hlutabréf fyrir minna fé en þú hefur efni á að tapa.

93. Veldu þér lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld.

94. Leggðu það í vana þinna ð reynast vel fólki sem aldrei mun komast að því.

95.Mættu þegar gamlir skólafélagar hittast.

96. Lánaðu aðeins þær bækur sem þér er sama um.

97. Hafðu alltaf eitthvað fallegt fyrir augunum, þó ekki sé nema sóley í glasi.

98. Lærðu að vélrita.

99. Vertu stórhuga, en njóttu samt hins smáa.

100. Vertu ekki aðgerðalaus af þeirri ástæðu að þér þykir framlag þitt lítilsvert. Gerðu það sem þú getur.


Njótið hvers annars

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, janúar 29, 2006

Afmælisdagurinn.

Ég á afmæli í dag, ég óska mér til hamingju og um leið þakka ég Guði fyrir að fá að lifa svona langan dag.

LAO-TSE skrifaði margt fyrir löngu:
Að meta sjálfan sig.
1. Þegar menn óttast ekki það, sem þeir ættu að óttast, mun hið skelfilegasta koma yfir þá.
2. Menn skyldu ekki temja sér að láta hugsunarlaust eftir sér, né breyta eins og þeir væru þreyttir á lífinu.
3. Ef menn sleppa ekki fram af sér beizlinu, mun lífsþreytan ekki koma í ljós.
4. Þess vegna þekkir hinn vitri sjálfan sig, en hreykir sér ekki. Hann kann að meta sjálfan sig, en ofmetnast ekki.

Svo mörg voru þau orð.

Njótið hvers annars.

Takk fyrir ættlera upplýsingarnar og afmæliskveðjuna Anna mín.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

laugardagur, janúar 28, 2006

Laugardagur

Ef laugardagur táknar baðdagur þá er ég búin að fylgja eftir merkingu orðsins. Gott hjá mér. Ótrúlegt hvað vatn og smá sápa getur gert fyrir mig. Ég er nú svoddans vatnskerling í eðlinu ég hef gaman að vatni og að sulla. Ég elska að rífa af mér sokkapörin á góðum degi og smella iljakvistunum niður í lækjarsprænu, afar notarlegt og friðsælt. Vatnsniður róar mig á einhvern hátt, eftilvill er ég af fiskaættum fremur en frönskum sjómannaættum eða baskaættum eins og ástmaður minn heldur fram og yrkir um.

Tævan farinn mikli var að fá styrk til kínverskunáms, hún er heppinn, enda ljóngáfuð ynjan sú.
Til hamingju Soffíaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa míííííííííínnnnnnnn.
Snilldin ein ó svo ég vilji hafa hana hér á landi: ÞAÐ ER LANGT TIL TÆVAN.

Kominn tími til að fara út í daginn, lífið og tilveruna.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Hann datt

Loppu kroppu lyppu ver
lastra klastra styður.
Hoppu goppu hippu ver,
hann datt þarna niður.

Æri - Tobbi er talinn hafa sett þessa snilld á blað. Ef hann væri fæddur í dag, væri hann ekki á stofnun og á lyfjum? Flattur út í meðalmennsku og þægindi fyrir samfélagið, ójá sá spyr sem ekki veit........ Jafnvel engar vísur!!!!!!

Jæja nóg um það afmælisdagur minn nálgast óðfluga eða eins og óð fluga, ég er heppin á hverjum degi, bara það að fá að lifa langan dag. Ég er nú reyndar að vinna svona þrettán klukkustundir á sólarhring næstu viku eða svo, þannig að þegar að vinnutörn líkur geri ég væntanlega eitthvað í tilefni dagsins. Eða ekki allt eftir því hvernig vindurinn blæs þann daginn.
Það er í það minnsta tilefni til að fagna.


Njótið hvers annars, dagsins og tilverunnar.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Úpps!

Jahérna hér og hananú, ég gafst upp við útreikninga fyrir tilbúnu fjölskylduna mína og er afar fegin að standa ekki í þeim rekstri, þyrfti trúlega að bæta við mig snúningi í vinnu.

Valur Höskuldsson nefndi í viðtali í gær(Held ég í sjónvarpinu) að ein manneskja þyrfti 167 þús. krónur til að framfleyta sér á mánuði, ég er ekkert að draga það í efa að svo komnu en gaman þætti mér að vita hvaðan talan er fengin.
Kemst nú trúlega að því þó svo síðar verði.
Ég er að glugga í vísur þessa dagana og þar á meðal vísur Æra Tobba gaman að þeim eins og fyrri daginn. Slunginn hefur sá æri verið.

Hún vinkona mín er að velta fyrir sér umburðalyndi, ég auglýsi eftir skýringum á orðinu og hvað það táknar.
Samkvæmt orðabók merkir orðið:
1. Að taka vægt á yfirsjónum eða andstöðu annara, mildi.
2. Þolgæði, rósemi, jafnaðargeð.

Þá veit ég það en túlkun manna á orðinu er eins misjöfn og mennirnir eru margir.
Þá verð ég að velta fyrir mér stöðu orðsins/merkingarinnar í huga mér.

Leggst undir feld og íhuga.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Nýr dagur.

Alltaf heppin, kominn nýr dagur. Ég er öllu fróðari um dagana en ef fimmtudagur heitir fimmtudagur sökum þess að hann er fimmti dagur vikunnar, því nefnist sunnudagur ekki fyrstidagur svona til samræmis. Jæja sá spyr sem ekki veit.

Ég lendi enn og aftur í hugsanaflækjum vegna samkynhneigðra,ég veit ekki hvort mér tekst að hugsa, tala og hlusta þar til ég skil en ætla að reyna.


Svo er ég nú svo ánægð með elsta soninn, frumburðinn og mömmukútinn.
Til haaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaamingjuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu Torfi minn með heiðursnemanda tililinn, skarpgáfað heiðursmenni eins og þú átt kyn til.


Ég er sísvona í hjáverkum að tína til hvað kostar fyrir fimm manna fjölskyldu að reka sig í eitt ár.

Forsendur mínar eru:
Pabbi, vinnur úti(8-5) spilar golf og er í dansi
Mamma, vinnur úti (8-5)Er í líkamsrækt og dansi

Þau eiga eina íbúð og einn bíl, þau stunda saman skíði og skauta yfir vetrartímann, gönguferðir og fl. yfir sumarið.

Sonur 17 ára, stundar íþróttir, körfu og skák
Sonur 17 ára, stundar íþróttir, fótbolta og skíði
Dóttir 8 ára, er í fimleikum og dansi.

Fjölskykdan fer í leikhús saman tvisvar á ári og í bíó saman annanhvern mánuð.

Eins oft og þau komast á skíði sama(Bláfjöll).

Svona lagði ég upp en komst að því að ég gleymi t.d. vasapening, skólabókarkostnaði, lyfjakostnaði, strædókostnaði................

Svo ég held áfram.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fimmtudagur

Afhverju heitir fimmtudagur fimmtudagur? Ætti kannski að fletta því upp hef ekki nennu í það.
Ég er búin að festa bílinn tvisvar nokkuð vel af sér vikið en allt fór nú á besta veg og ég á þá eftir að festa hann í þriðja sinn ef máltækið "Allt er þegar þrennt er gengur eftir. En þá ber að velta fyrir sér "Fullreynt í fjórða" og hugsa með sér að ekkert kemur fyrir mig.

Ég skil ekki hversvegna samkynhneigðir fá ekki að ganga í hjónaband vill einhver útskýra það fyrir mér svo ég skilji? Ég yrði hugsanlega sáttari.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, janúar 16, 2006

Barnabarn.
Nýjasti afleggjarinn (sonarsonur), hann hefur nú stækkað síðan þessi mynd var tekin enda að verða þriggja mánaða þann 19. janúar. Hann er nákvæm eftirmynd föður síns.

Njótið hvers annars, lífsins og dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Ástfangin.

Það er gott að vera ástfangin, ég er heltekin af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er undirlögð af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er máttlaus af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er skjálfandi af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er lystarlaus af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er ljómandi af ást.
Það er gott að vera ástfangin, ég er ástfangin af ást.


Ójá ég er svo heilluð, nokkrir menn hafa sett mig út af laginu í gegnum tímans tönn en enginn eins og þessi,(Sem ég man eftir, en ég er heppin með minni, man bara það sem ég vil muna)þessa dagana er ég ástfanginn upp fyrir haus, má vart vatni halda. Og þessi undarlega tilfinning er komin framm á röngum tíma ég er vön að verða ástfangin á vorin, á hverju vori hef ég orðið ástfangin. Svoleiðis er nú lífið í dag.

Svo eru það mennirnir í lífi mínu sem hafa heillað mig upp úr skónum, núna man ég eftir þremur Það eru:
Hörður Torfa
KK
Magnús Þór.

Og sá sem á hug minn allann er Magnús Þór Í hvert sinn( sem er oft á dag á stundum) er ég set nýja diskinn hans á finnst mér eins og hann sé nálægt mér að spila og syngja bara fyrir mig. Jæja ég er að verða eins og Frú Geit "væmin og meyr". Ég verð að vona að það fari mér eins vel og henni.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, janúar 15, 2006

Hnúðar

Ég fór með tvo litla hnúða í sund í dag, þegar sá yngri (6ára) fór út úr bílnum sagði hann: "Amma hvenær ætlar þú að vera undan mér út úr bílnum til að opna fyrir mér?"
Ég hváði:"Haaaaaaaaaaa til hvers?"
Svo mér verði ekki kalt á höndunum, svaraði sá stutti og hljóp sem fætur toguðu inn í íþróttahús.
Það er gott að vera amma og sá eldri (8ára) er farin að skrabbla við ömmu og afa.
Af skrabblinu er það að segja að þelárinn góði gladdi minn milda hjarta og ég hélt vart vatni þegar ég las sum orðin sem komin eru í heimilisskrabblorðabókina skammstafað: H.S.O.B. eða HSOB. Ég verð að skammstafa þetta eins og allir aðrir.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, janúar 13, 2006

Ég.

Ég í merkingunni ég, það er að segja ég sem strita við stílvopnið af og til, er heldur erfið í sambúð. Svo ef ég hefði val byggi ég ekki með mér eins og ég er heldur með mér eins og ég vil að ég sé í sambúð en þá þarf ég að breyta mér sem er flóknara fyrirbæri en hægt er að ímynda sér enda er auðveldara að reyna að stjórna og breyta öðrum. En ég sit uppi með mig og get ekkert flúið!!! skellt á eftir mér eða neitt slíkt. Ég verð því að sætta mig við mig eins og ég er, hugsanlega með tíma og vinnu að verða eins og ég held að ég sé best.


Stundum er gott að vera ég, stöku sinnum er ekki gott að vera ég. Það er ekki gott að vera ég þegar óreiðugenið tekur völdin. Þegar óreiðugenið er við völd verð ég óreiðuhafdís. Ég sá í morgun þegar ég vaknaði að óreiðuhafdís hafði komið heim úr vinnunni í gærkveldi:

Taskan mín var á eldhússtól í eldhúsinu.
Trefillinn minn og úlpan voru á borðstofustólnum í stofunni.
Útiskórnir voru á miðjum gangvegi gangsins.
Peysan mín og bolurinn voru á gólfinu í geymslunni.
Buxurnar og sokkarnir voru á baðherberginu.
Brjósthaldið var á stólbaki í tómstundaherberginu.
Gleraugun á sófaborðinu í stofunni.

E.S.
Ég er enn að leita af hárinu, tönnunum, nöglunum, magabeltinu og bíllyklunum.

Ég er þakklát fyrir að búa ekki í stærra húsi.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Spakmæli

Það er engin snilligáfa til án viljastyrks.

Sá sem hefur hugrekkið með sér er í meirihluta.

Ég hugsa ekki um allar hörmungarnar heldur um fegurðina sem enn er eftir.

Besta leiðin út úr vandræðum er beint af augum.

Mér leggst eitthvað til.

Elskaðu mig mest þegar ég á það síst skilið því þá hef ég mesta þörf fyrir það.

Sé þér vel við einhvern bíddu þá ekki til morguns með að sína honum kærleika og velvild; það gæti verið of seint.

Eyddu ekki tíma í að harma mistök í fortíðinni. Lærðu af þeim og haltu svo áfram.
Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Heilsuhornið

Slepptu alltaf öllum hvítum sykri. Líka öllum hinum en það er önnur saga.

Ekki borða á nóttunni. Óhollt, drekktu vatn ef þú getur ekki sofið.

Ekki smjatta, nema þegar þú ert einn.

Drekktu mikið vatn.

Brostu. Hlæðu. Hafðu gaman af því að vera til.

Farðu út að ganga. Það er frítt.Drekktu grænt te. Það hefur góð áhrif á meltinguna.

Ekki fara í megrun, breyttu matarræðinu til frambúðar.

Elskaðu meira. Dodoið brennir hitaeiningum.

Borðaðu banana þeir hafa góð áhrif á geðheilsuna(serótónínið)

Kauptu aldrei svangur/svöng í matinn.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Lestur og líf.

Lesið!!!!!!

Stundum hef ég legið flöt og lesið í skýin, einstaka sinnum hef ég legið flöt í snjónum og lesið í skýin.
Í morgun stóð ég og las í snjóinn, drifhvítann.

Ég sá að:
Heimurinn verður bjartari, dagurinn ljósari, lífið betra.
Skuggarnir voru fáir, myndirnar í snjónum skýrar: fólk – fögnuður - gleði – gæfa - velsæld – von -............. blíða og hlýja.
(_Við sem erum orðin þurr á bak við eyrun vitum að verkefni lífsins eru mörg og ekki alltaf skemmtileg en í flestum tilvikum yfirstíganleg og lærdómsrík._)

Ég tel að snjóletrið tákni það sem frammundan er.

Þessu kýs ég að trúa; sannfærð um að snjólestur að morgni dags sé Guðsgjöf.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Dagur að kveldi kominn.

Hver dagur á sér upphaf og endi eins er það með lífið. Flest okkar vitum að við munum deyja, flest okkar vita að allir hinir deyja líka. En sumir fara of fljótt aðrir ekki nægilega fljótt. Hvers er að velja stund og stað? Ég held að þó ég vissi væri ég ekki hamingjusamari.
En kveikjum á kertum, fyrir þá sem eru farnir úr þessu jarðlífi.
Einnig skulum við kveikja á kertum fyrir þá sem á einn eða annan hátt stuðla að sorg annara, þjáning þeirra er mikil.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Æfingin hvað?


Æfingin skapar meistarann, hálfnað verk þá hafið er!!!!!!
Elsta barnabarnið


Allar breytingar kosta vinnu.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Hve dýrðlegt er!!!!!!!!!

Jú það er dýrðlegt að eiga börn, aldrei of mikið af þeim segir einn ágætur maður sem ég þekki afar vel og slær sér á lær.

Telpukornið mitt kom í morgunverð í morgun ásamt danskri vinkonu sinni sem hún kynntist í Tævan. Sú flaug frá Boston til að eyða með korninu vikutíma eða svo ætlar aftur til Boston eftir dvölina og þaðan til Tævan aftur í febrúar.
Það er sjarmi ótútskýranlegur yfir svona morgunverði. Þær stöllurnar ætluðu austur fyrir fjall eða í áttina þangað; að spurðar höfðu þær munað eftir ullarbrókunum.

Það er afar mikilvægt að muna eftir að klæða sig í eitthvað annað en blankskó þegar lagt er upp í langferðir hér á landi yfir vetrartímann. Því ekki er gott að vera vitur eftir á í það minnsta ef eitthvað bregst með veður.

Lífið er eins og það er.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Barnabarn
Vonandi tóks þessi færsla!

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Barnabarn

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Aftur

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Og æfa sig.

Sjáfstraust og þrautsegja. Snilldin ein.

Ekki dugði það.

Reyni klukkuskömmina næst.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Reyni mynd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki verða þau hrifin en mér tókst þetta.

Sem sé ég og afleggjarnir frá fyrstu hendi.

Njótið hvers annars.Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Breytingar

Breytingar kalla á meiri breytingar.
Lögmál skortsins fjallar um þá einföldu staðreynd að: þegar einni þörf er fullnægt kemur önnur.
Nú fikra ég mig áfram hér á nýju/gömlu vefsvæði.

Ég kunni nú einu sinni að setja inn myndir en er búin að gleyma.
HJÁLP.

Ég á hér á svæðinu blogg sem ég get ekki breytt því þegar ég flutti mig síðast gaf ég einhverja skipun um flutning beint yfir á blog.central.is/dulnefni.
Gamla síðan mín hér var og er dulnefni.blogspot.com

Gefst aldrei upp þó svo að ég sé ekki þrjósk.

Njótið hvers annars.

E.S.

Veiti allar upplýsingar um leið og ég finn þær út.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Aftur til fortíðar.

Tók þá ákvörðun, alein og kát að byrja aftur að hella úr minni andlegu ruslafötu hér.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com