Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, september 21, 2006

Jólin

Já dagarnir detta hratt áfram í átt til jóla, það er nú alltaf jafnskemmtilegt. Og notalegt að hafa alla þessa föstu punkta í lífinu. Ég yrði nú aldeilis undrandi hlessa og bit ef árstíðirnar myndu rugla sér, til að mynda ef á eftir vorinu kæmi vetur og á eftir vetrinum haust og svo framvegis. Já betra er allavega fyrir mig að hafa flesta hluti eins og ég hef vanist þeim.

Heilluð upp úr skónum af skólanum og þeim nýju fræðum sem þar eru til umfjöllunar, fræðin eru ný mér. Sem gera þau svo undraverð.

Helmingur barna minna er staddur erlendis til langdvalar, ég sendi þeim kærleik, ást og von og vissu um velgengni.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

sunnudagur, september 17, 2006

Morgunbjört.

Morgunbjört og fögur!!!!!!!!!!!Vildi að satt væri en í það minnsta morgunbjört svo er ég fögur mínum. Sagt er að litlar/engar fréttir séu góðar fréttir svo um er að ræða góðar fréttir á þessum bæ. Ég er í skólanum og að vinna þar fyrir utan, reyndar er skólinn mikil vinna en ég ólst upp við að vinna væri eitthvað sem framkvæmt væri með höndunum en tímarnir breytast og mennirnir með.

Reyndar varð mér á að líta í einhvert blað sem á vegi mínum varð, las þar um dani sem auglýsa kynlíf með dýrum. Það lengdist nú á mér andlitið við lesturinn og ég varð orðlaus um stund, einhvernveginn sé ég ekki hvað er kynæsandi við hunda, ketti, svín, hesta, nashyrninga, fíla og aðrar dýrategundir. En ég er nú bara eins og ég er, hvorki rollur, beljur eða aðrar dýrategundir höfða til mín á kynferðissviðinu. Menn sem stunda þessa iðju eiga samúð mína, eitthvað mikið hlýtur að vera að.

Nóg um það.

Langur vinnudagur framundan og svo frí á morgun, það er gott að hafa heilsu, vilja og þrek til að vinna ekki verra að eiga frídag af og til.
Lífið leikur við mig, ég er þakklát.

Njótið hvers annars

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

þriðjudagur, september 12, 2006

Afmæli.

Hann sonur minn á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn Torfi.

Hann á afmæli í dag-hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Toooooooooooooooooooooooooooooooooooorrrrrrrrrrrrrrfi.
Hann á afmæli í daaaaaaaaaaaaaaag.

Hann er eitt af afrekum lífs míns.

Dagurinn ljúfur, haustið er að reyna að koma sér fyrir, vor-sumar-haust-vetur, við göngum að þessu öllu vísu, veitir öryggi.
Ég er í það minnsta kát með að ganga að árstíðunum vísum, ég yrði heldur langleit framan í ef núna kæmi vor þegar ég er búin að búa mig undir haust, hvað þá lífríkið.
Stundum er gott að sjá það sem koma skal.

Ég er alsæl með skólann, spennandi, krefjandi og skemmtilegur. Í dag er gott að vera ég.


Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

E.S.

Dagur þrjátíu.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

mánudagur, september 04, 2006

Öðruvísi.

Já ég var í öðruvísi brúðkaupi á laugardag, fallegu og hlýju. Það sem máli skiptir er að sambúðin er blessuð af kirkjuþjóni og aldeilis lögleg. Nú og allir sátttir.
Óhefðbundið brúðkaup sem fór fram í hlöðu að Laxnesi, borð og bekkir riðandi með nagla uppúr á ýmsum stöðum en ekkert skyggði á þá gleði og ánægju sem var við völd. Ég vona af öllu hjárta að nýgiftu hjónunum gangi allt að sólu.

---------------------

smjörklípuaðferðin hans Davíðs Oddsonar heillaði mig upp úr skónum. Ég hlustaði á hann í sjónvarpinu í gær, vel máli farnir menn hrífa mig alltaf með sér, ekki er ég endilega sammála skoðunum hans en orðræðan var snilldin ein.

---------------------

Námið gengur vel og ég er heilluð af öllu því sem verið er að gera. Ætla að hefjast handa við formlegt æfingarnudd á morgun. Nú og ef einhver hefur áhuga á að vera tilraunadýr hjá mér er bara að láta vita og ég mun glöð hafa samband. Því fleiri því betra.

Njótið dagsins, lífsins og ekki síst hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

föstudagur, september 01, 2006

Dagurinn í dag.

Ég hef legið og látið dekra við mig í morgun, brá mér sem sagt í allsherjar yfirhalningu og er því eins og ný.
Lífið er ljúft og ábyrgðarlaust. Kostur.

Gallinn við svona snurfus er hinsvegar sá að yfir mig helltist heilög leti, en leti er kostur en ekki löstur. Því miður get ég ekki lagst upp í rúm og sofnað því annir dagsins kalla að.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com