Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Hve dýrðlegt er!!!!!!!!!

Jú það er dýrðlegt að eiga börn, aldrei of mikið af þeim segir einn ágætur maður sem ég þekki afar vel og slær sér á lær.

Telpukornið mitt kom í morgunverð í morgun ásamt danskri vinkonu sinni sem hún kynntist í Tævan. Sú flaug frá Boston til að eyða með korninu vikutíma eða svo ætlar aftur til Boston eftir dvölina og þaðan til Tævan aftur í febrúar.
Það er sjarmi ótútskýranlegur yfir svona morgunverði. Þær stöllurnar ætluðu austur fyrir fjall eða í áttina þangað; að spurðar höfðu þær munað eftir ullarbrókunum.

Það er afar mikilvægt að muna eftir að klæða sig í eitthvað annað en blankskó þegar lagt er upp í langferðir hér á landi yfir vetrartímann. Því ekki er gott að vera vitur eftir á í það minnsta ef eitthvað bregst með veður.

Lífið er eins og það er.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com