Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Dagur að kveldi kominn.

Hver dagur á sér upphaf og endi eins er það með lífið. Flest okkar vitum að við munum deyja, flest okkar vita að allir hinir deyja líka. En sumir fara of fljótt aðrir ekki nægilega fljótt. Hvers er að velja stund og stað? Ég held að þó ég vissi væri ég ekki hamingjusamari.
En kveikjum á kertum, fyrir þá sem eru farnir úr þessu jarðlífi.
Einnig skulum við kveikja á kertum fyrir þá sem á einn eða annan hátt stuðla að sorg annara, þjáning þeirra er mikil.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com