Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Lestur og líf.

Lesið!!!!!!

Stundum hef ég legið flöt og lesið í skýin, einstaka sinnum hef ég legið flöt í snjónum og lesið í skýin.
Í morgun stóð ég og las í snjóinn, drifhvítann.

Ég sá að:
Heimurinn verður bjartari, dagurinn ljósari, lífið betra.
Skuggarnir voru fáir, myndirnar í snjónum skýrar: fólk – fögnuður - gleði – gæfa - velsæld – von -............. blíða og hlýja.
(_Við sem erum orðin þurr á bak við eyrun vitum að verkefni lífsins eru mörg og ekki alltaf skemmtileg en í flestum tilvikum yfirstíganleg og lærdómsrík._)

Ég tel að snjóletrið tákni það sem frammundan er.

Þessu kýs ég að trúa; sannfærð um að snjólestur að morgni dags sé Guðsgjöf.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com