Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Stundum

Stundum er allt í sómanum allstaðar, stundum er allt í fári allstaðar alltaf er ó gott ef lífið er í jafnvægi. Dagarnir potast áfram og aftur eru að koma jól. Jól tvisvar á ári, yndislegt. Ég var og er mikið jólabarn, ekkert getur tekið það frá mér nema ég sjálf. Ég hlakka til jólanna og ætla í dag að fara að kaupa fyrstu tvær jólagjafirnar. Veit hvað ég ætla að kaupa aldrei þessu vant.

Svo týnist þetta til eitt af öðru.

En spurningin stóra er:

Hver fær að gefa Göslaranum bókina sem hann óskar eftir í ár?

Þeir sem verða útundan geta þá gefið honum pípu eða píputóbak.


Henni dóttur minni hefur aldrei líkað þessi fjölbreytni.


Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Ég hef skoðun! Mín skoðun snýst um ypsílonið í "týnist".

    Ég hlakka líka til jólanna. Eins og allir vita er sælla að þiggja en gefa. Þess vegna hlakka ég til að fá pakka. Það er nefnilega orðið fremur sjaldgæft að ég fái fleiri en einn pakka á jólunum, líklega má kenna það aldrinum. Ég hef leyst úr þessu með því að búa sjálfur til pakka og gefa mér. Nú þarf égað láta mér detta eitthvað skemmtilegt í hug til að gefa sjálfum mér.
    Svo þarf ég eitthvað fyrir konuna.

    By Blogger Gunnar , at 10:37 e.h.  

  • Alveg er ég sammála skoðun þinni á ypsíloninu í þessu tilviki Gunnar, svo á ekki að vera ó heldur þó. Ég vona þó að jólagjafirnar tínist til hjá mér þó svo ég týnist ekki í jólaundirbúningnum.
    Svo finnst mér gott hjá þér að "þurfa" eitthvað fyrir konuna.

    Njóttu dagsins.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:59 f.h.  

  • Þetta "ég þarf" er að sjálfsögðu vestfirsk hönnun, hugsuð til að útrýma þágufallssýki. Í stað þess að segja "mér vantar" eins og nýíslenskan kennir, og ráðvilltir unglingar sem hafa hlotið rétta tilsögn heima við ruglast svo á, segjum við einfaldlega "ég þarf"

    Þetta er auðvitað algjör snelld.....

    By Blogger Gunnar , at 7:38 f.h.  

  • Gott hjá þér að vera bara snemma í þessu með jólagjafirnar. Eins og þú veist hvernig ég er þá er ég þessi týpíski Íslendingur í ár og fara bara til útlanda að versla jólagjafirnar í ár, við systkinin og vinur ætlum að skella okkur til Edinborgar i jólagjafirnar um miðjan desember.

    kv. Kiddi

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com