Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Að morgni dags.

Ég sat á námskeiði í gær og sit á námskeiði í dag, reyndar er þetta skrökusaga því mest er verkleg svo lítið er setið. En þegar verið var að fara yfir efnið eftir glærum hélt ég varla athygli, því stafsetningin truflaði mig. Ég var aldeilis ekki á námskeiði til að læra stafsetningu þó svo ekki veiti af.
Minn ágæti kennari hefur augljóslega tekið þá ákvörðun að nota ekki "y" trúlega allt í lagi en það truflaði mig. Og ekki orð um það meir.

Mikið er að hugsa um og hratt er farið yfir, spurningin er hvað situr eftir? Ég get hlustað hratt, unnið hratt en ég á ekki eins auðvelt með að minnissetja hratt. Hvað er til ráða?

Ef ég væri ekki að fara til að hlusta hratt og vinna, myndi ég húxa málið upp á nýtt.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Sæl nafna, ég trúi því alveg að þú dettir í stafsetningarvillur, veit að það fylgir nafninu að smáatriði geta truflað. Já og líka þetta með að þurfa að setja í akkorði inn á "harða diskinn".
    Þekki þig þó af því einu að þegar upp er staðið veistu ótrúlega mikið! og mest allt hefur skilað sér inn á þann harða.
    Gangi þér sem allra best.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:34 f.h.  

  • Þú ert nú svo ótrúlega sæt. Takk fyrir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com