Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, október 23, 2006

Haustið

Rakst á þetta:

Haustið er tími tregans.
Treginn er þáttur sár.
Í eðli voru sem ómar
af angurværri þrá

Og þegar sá þáttur vakir
er þráin djúp og sár.
En blygðastu þín ekki bróðir
þó bliki á hvarmi tár

Því tárið sem titrar á vanga,
talar þeirra mál,
sem eiga sér öðrum fremur,
einlæga draumasál.

Og þeir eru sífellt að sakna,
sumarsins frá því í gær.
Vina sem hafa horfið
og hennar sem var þeim kær

Báran var blíð í sumar
en byltist nú yfir sker,
því hún sem þú einni unnir
er orðin fráhverf þér

En blygðastu þín ekki bróðir,
þó bliki á hvarmi tár
því haustið er tími tregans,
og treginn er jafnan sár.


Þetta er eftir pabba hans Steina sem var í Hjálmunum en ég veit ekki hvað hann heitir.

Ef einhver veit, þá vil ég líka vita.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com