Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, september 01, 2006

Dagurinn í dag.

Ég hef legið og látið dekra við mig í morgun, brá mér sem sagt í allsherjar yfirhalningu og er því eins og ný.
Lífið er ljúft og ábyrgðarlaust. Kostur.

Gallinn við svona snurfus er hinsvegar sá að yfir mig helltist heilög leti, en leti er kostur en ekki löstur. Því miður get ég ekki lagst upp í rúm og sofnað því annir dagsins kalla að.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com