Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Sossum sossum

Það rignir í Reykjavíkinni. Ekki mikið en ýrir.

Ég er svo heppin að vera inni þar sem ekki rignir. Ég er fegin að vera ekki í útilegu, í þau örfáu skipti á minni löngu ævi sem ég hef gist í tjaldi er ég sú sem:

Svaf með grjótið undir höfðalaginu eða bakinu.
Var í dældinni þar sem vatnið safnaðist.
Vaknaði með dordingla við nefið á mér.
Var upp við tjaldvegginn þegar beljurnar forvitnuðust í nánd.
Gleymdi tjaldhælunum.
Festi rennilásinn á svefnpokanum.
Var undir þegar aðrir tjaldbúar duttu á tjaldið.
Þurfti að bíða úti þegar gestir voru hjá vinum í tjaldinu.

Er þakklát fyrir að þurfa aldrei aldrei aldrei aftur að gista í tjaldi.


Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Það rigndi ekki við Gassskaga í dag. Sólin kíkti fram um leið og ég kíkti skjálfandi yfir handriðið á brún Gassskagavitans, 23 metrum yfir jörðu. Nýja (viðbyggða safnið) er ferðar virði. Mæli með því. Ókeypis inn á safnið en sambyggt er dýrasta kaffihús landsins. Tveir kaffi og tvær vöfflur með rjóma þrettánhundruðkall! Þeinkjúverrynæs. Legg ekki meir´á þig. Gunnar.

    By Blogger Gunnar , at 10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com