Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Lognmolla

Nú er lognmolla, hvergi sést ský, hár bifast ekki á höfði, laufblöð trjánna eru hæglát fyrir utan gluggann minn. Er nokkuð yndislegra?

Þegar allt er svona ljúft eins og í dag er eins og skuggar fortíðar þurrkist út og eftir situr hlýja og birta, sólskin gærdagsins, áranna er það eina sem upp í hugann kemur.

Í dag líður mér vel.

Njótið hvors annars - dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com