Listin að vera amma.
Það er kúnst að vera amma. Og ekki orð um það meir.
Nei fullt af orðum um það. Þrjár ungar ljóshærðar fallegar stúlkur komu með mér í Borgarnes í gær til að eyða helginni með afa og ömmu. Fjagra - sex - átta ára. Eftir að hafa ekið eins og vegur liggur fráReykjavík til Borgarness (Heppnar að halda lífi vegna hraðaksturs þeirra sem telja 90 km hraða hægagang og slór) Stoppuðum við í Bónusverslun einni mikilli og gulri. Út úr bílnum skunduðu fjórar kvenkynsverur, amman síðust teljandi upphátt og í hljóði - 1,2,3 1,2,3.
Þar sem sú elsta Lísa Lind hafði valið kvöldmatinn deginum áður fékk sú fjögurra ára Harpa Dögg að velja í matinn í gærkveldi. Hið frjálsa val var hrísgrjónagrautur í bæði skiptin. hummmmm ekki þungar á fóðrum.
Hjá ömmu er valfrelsi mikið og tók sinn tíma að velja- morgunmat - kex - gos - og ekki vildu þær allar eins. Ávextir og ís hrundu í körfuna og svo mjólk fyrir afagösla. Andrea Líf fjögurra ára vildi tryggja að afinn fengi nú eitthvað ef hann leggði niður vinnu hluta af sólarhring.
Í versluninni komst ég að niðurstöðu:
Kælir á allt svæðið, litlar hnátur þola illa við í kælikulda, myndi spara stórfé.
Svona af því að afigösli var að vinna ákváður telpurnar að sofa hjá ömmu í ömmurúmi sem er bæði stórt og breitt.
Fljótlega upp úr miðnætti tók ég sæng mína og gekk. Ég svaf ágætlega í stofunni. Þegar ég kíkti inn til prinsessanna í morgun sváfu þær eins og englar.
Sofandi börn eru einstaklega falleg. Ussssssssss, usssssssssssss þær sofa enn. Ég hugsa hljóðlega til að engin þeirra vakni strax.
Njótið hvers annars.
Nei fullt af orðum um það. Þrjár ungar ljóshærðar fallegar stúlkur komu með mér í Borgarnes í gær til að eyða helginni með afa og ömmu. Fjagra - sex - átta ára. Eftir að hafa ekið eins og vegur liggur fráReykjavík til Borgarness (Heppnar að halda lífi vegna hraðaksturs þeirra sem telja 90 km hraða hægagang og slór) Stoppuðum við í Bónusverslun einni mikilli og gulri. Út úr bílnum skunduðu fjórar kvenkynsverur, amman síðust teljandi upphátt og í hljóði - 1,2,3 1,2,3.
Þar sem sú elsta Lísa Lind hafði valið kvöldmatinn deginum áður fékk sú fjögurra ára Harpa Dögg að velja í matinn í gærkveldi. Hið frjálsa val var hrísgrjónagrautur í bæði skiptin. hummmmm ekki þungar á fóðrum.
Hjá ömmu er valfrelsi mikið og tók sinn tíma að velja- morgunmat - kex - gos - og ekki vildu þær allar eins. Ávextir og ís hrundu í körfuna og svo mjólk fyrir afagösla. Andrea Líf fjögurra ára vildi tryggja að afinn fengi nú eitthvað ef hann leggði niður vinnu hluta af sólarhring.
Í versluninni komst ég að niðurstöðu:
Kælir á allt svæðið, litlar hnátur þola illa við í kælikulda, myndi spara stórfé.
Svona af því að afigösli var að vinna ákváður telpurnar að sofa hjá ömmu í ömmurúmi sem er bæði stórt og breitt.
Fljótlega upp úr miðnætti tók ég sæng mína og gekk. Ég svaf ágætlega í stofunni. Þegar ég kíkti inn til prinsessanna í morgun sváfu þær eins og englar.
Sofandi börn eru einstaklega falleg. Ussssssssss, usssssssssssss þær sofa enn. Ég hugsa hljóðlega til að engin þeirra vakni strax.
Njótið hvers annars.
2 Comments:
Þú ert snillingur í að vera amma hafdís mín.
kv. Kiddi
By Nafnlaus, at 4:26 e.h.
Flott blogg Amma Hafdis !
Ohh,, vid vildum ad vid vaerum i tessari Bonusverzlun:)
Kaupa is&nammi:)-mmmmm-
kv. Karo&Hafdis-ommuskottur-
By Nafnlaus, at 8:59 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home