Upprætist
óskin mín......................
Byrjun á kvæði sem ég lærði fyrir margt löngu og man ekki nema brot úr. Minnið er hægt og sígandi að yfirgefa mig. Ójá, nú er illt í efni. Ætli það endi ekki með að heilinn yfirgefi svæðið eins og í Simsons forðum. Ekki veldur þetta minnisleysi mér þungum áhyggjum enda ekki hægt að hafa yfirþyrmandi áhyggjur af því sem ekki er fyrir hendi.
Úr eigin minnisleysi yfir í umönnun aldraðra:
Fór sem oftar í heimsókn til mömmu sem er raunverulegur minnissjúklingur, býr á þar til gerðu heimili fyrir aldraða, og henni sinnt eins vel og mannahald leyfir. Hún vill vera vel til höfð frá degi til dags eins og þegar hún var og hét. Reynum við systkynin að sjá til að hana skorti ekkert.
Ég verð enn örlítið slegin þegar hún lítur út eins og förukona,
En ég veit ekki alltaf afhverju nema ef vera skyldi skortur á ummönnunaraðiljum. Hluti af skýringunni en líka týnast fötin hennar, svo sem brjóstahöld og undirbuxur, hún á allt í einu ekki nema inniskó til að vera í, ekki það að hún sé mikið úti við (kemst ekkert sjálf) en þörf er á að eiga til skiptanna svona þegar og ef hún bregður sér af bæ. Æji best að hætta þessu nöldri, vinnst ekkert með því. Fór því í innkaupaleiðangur í gær og fer aftur í dag svo háöldruð móðir mín geti litið þokkalega út. Það virðist ekki, dæmt út frá mömmu, vænlegurkostur að geta ekki sinnt um sig sjálfur. Ég fagna allri umræðu um hag aldraðra, en verkin verða að tala. Lítið vinnst með skrifum og skýrslum og þó er sagt að orð séu til alls fyrst "Hvað heitir vatnið? spyr hindin þyrst"
Ég vona svo sannarlega að óskin mín rætist sem fyrst.
Njótið hvers annars.
Byrjun á kvæði sem ég lærði fyrir margt löngu og man ekki nema brot úr. Minnið er hægt og sígandi að yfirgefa mig. Ójá, nú er illt í efni. Ætli það endi ekki með að heilinn yfirgefi svæðið eins og í Simsons forðum. Ekki veldur þetta minnisleysi mér þungum áhyggjum enda ekki hægt að hafa yfirþyrmandi áhyggjur af því sem ekki er fyrir hendi.
Úr eigin minnisleysi yfir í umönnun aldraðra:
Fór sem oftar í heimsókn til mömmu sem er raunverulegur minnissjúklingur, býr á þar til gerðu heimili fyrir aldraða, og henni sinnt eins vel og mannahald leyfir. Hún vill vera vel til höfð frá degi til dags eins og þegar hún var og hét. Reynum við systkynin að sjá til að hana skorti ekkert.
Ég verð enn örlítið slegin þegar hún lítur út eins og förukona,
En ég veit ekki alltaf afhverju nema ef vera skyldi skortur á ummönnunaraðiljum. Hluti af skýringunni en líka týnast fötin hennar, svo sem brjóstahöld og undirbuxur, hún á allt í einu ekki nema inniskó til að vera í, ekki það að hún sé mikið úti við (kemst ekkert sjálf) en þörf er á að eiga til skiptanna svona þegar og ef hún bregður sér af bæ. Æji best að hætta þessu nöldri, vinnst ekkert með því. Fór því í innkaupaleiðangur í gær og fer aftur í dag svo háöldruð móðir mín geti litið þokkalega út. Það virðist ekki, dæmt út frá mömmu, vænlegurkostur að geta ekki sinnt um sig sjálfur. Ég fagna allri umræðu um hag aldraðra, en verkin verða að tala. Lítið vinnst með skrifum og skýrslum og þó er sagt að orð séu til alls fyrst "Hvað heitir vatnið? spyr hindin þyrst"
Ég vona svo sannarlega að óskin mín rætist sem fyrst.
Njótið hvers annars.