Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Upprætist

óskin mín......................

Byrjun á kvæði sem ég lærði fyrir margt löngu og man ekki nema brot úr. Minnið er hægt og sígandi að yfirgefa mig. Ójá, nú er illt í efni. Ætli það endi ekki með að heilinn yfirgefi svæðið eins og í Simsons forðum. Ekki veldur þetta minnisleysi mér þungum áhyggjum enda ekki hægt að hafa yfirþyrmandi áhyggjur af því sem ekki er fyrir hendi.

Úr eigin minnisleysi yfir í umönnun aldraðra:

Fór sem oftar í heimsókn til mömmu sem er raunverulegur minnissjúklingur, býr á þar til gerðu heimili fyrir aldraða, og henni sinnt eins vel og mannahald leyfir. Hún vill vera vel til höfð frá degi til dags eins og þegar hún var og hét. Reynum við systkynin að sjá til að hana skorti ekkert.
Ég verð enn örlítið slegin þegar hún lítur út eins og förukona,

En ég veit ekki alltaf afhverju nema ef vera skyldi skortur á ummönnunaraðiljum. Hluti af skýringunni en líka týnast fötin hennar, svo sem brjóstahöld og undirbuxur, hún á allt í einu ekki nema inniskó til að vera í, ekki það að hún sé mikið úti við (kemst ekkert sjálf) en þörf er á að eiga til skiptanna svona þegar og ef hún bregður sér af bæ. Æji best að hætta þessu nöldri, vinnst ekkert með því. Fór því í innkaupaleiðangur í gær og fer aftur í dag svo háöldruð móðir mín geti litið þokkalega út. Það virðist ekki, dæmt út frá mömmu, vænlegurkostur að geta ekki sinnt um sig sjálfur. Ég fagna allri umræðu um hag aldraðra, en verkin verða að tala. Lítið vinnst með skrifum og skýrslum og þó er sagt að orð séu til alls fyrst "Hvað heitir vatnið? spyr hindin þyrst"

Ég vona svo sannarlega að óskin mín rætist sem fyrst.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Elsku nafna, nú eru rúm 10 ár síðan mamma mín yfirgaf þennan heim eftir nokkurra ára dvöl í eigin heimi á hjúkrunarheimili. Þá var mikið rætt um það í fjölmiðlum og af pólitíkusum að það þyrfti að gera betur í öldunar- og umönnunarmálum. Ég hef fylgst með umræðunni síðan og mér sýnist hún ekkert hafa breyst, enn er talað um að úrbætur verði að koma en eins og svo oft áður er bara talað og talað og lítið gert til að breyta ástandinu. Einstaka mál rata í fjölmiðla og allir stjóranarherrar lýsa yfir áhyggjum sínum en fallegu orðin breytast andsk.... hægt í viðunandi ástand. Sjáumst á morgun, ég hlakka til!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:14 f.h.  

  • Sael fraenka
    Var hja Mottu um helgina og hun sagdi mer ad thu vaerir med blogg thannig ad eg googladi thig og fann..
    Gaman ad getad fylgst med her..
    Margir kossar til thin
    Kolla saeta

    By Blogger Kolla, at 12:51 f.h.  

  • Sömuleiðis gaman að heyra í þér frænkan sæta.
    Láttu frá þér heyra oftar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com