Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, júní 09, 2006

Amstur.

Í amstri dagsins gerist lífið eins og það er, vakna - næra sig - vinna og svo framvegis. Ég velti því á stundum fyrir mér hvort það sé ekki sæla lífsins. Fábrotin einföld og vonandi laus við örfátækt.

Ég brá undir mig betri fætinum og skrapp að Svignaskarði, hafði það af að keyra langt fram hjá afleggjaranum annars hugar eða langt út á þekju í það minnsta ekkii með hugann við aksturinn og fékk þú auka ferð um uppsveitir Borgarfjarðar. En eftir að hafa snúið við, komið mér á áfangastað átti ég indæla stund með henni nöfnu minni, himneskur staður. Aðspurð sagðist hún vera hætt að gefa heimilisþröstunum epli - heldur orðnir þungir til flugs að hennar mati, Fleiri greinilega í megrun en helmingur kvenna í heimsbyggðinni.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com