Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, júní 03, 2006

Birta

Með vorinu og hækkandi sól eykst birtan og ég þetta undur er alltaf vöknuð fyrir allar aldir þrátt fyrir að ég reyni af fremsta megni að hafa dimmt og drungalegt í svefnherbergi mínu. Ég sef betur í myrkri en galli er á gjöf Njarðar, hjásvæfan mín sefur betur í birtu. Oft hefur verið tekist á um birtustig í svefnherberginu með mismiklum árangri, ég hef til að mynda reynt að sofa með fjólubláa leppa að hætti erlendra kvikmyndaleikara, ekki borið annað úr bítum en hlátur þess sem elskar mig eins og ég er. Fyrir utan þá merkilegu staðreynd að fjólubláa dulan tolldi nú ekki lengi á staðnum sem henni var ætlað að vera og liturinn fer mér ekki vel.

Nú hvað er til ráða?
Hummm!

Valkostir:

1. Hætta að sofa yfir sumartímann.
2. Hætta að sofa í sama herbergi og birtukallinn.
3. Hætta þessari vitleysu og sætta mig við þetta ástand eins og það er.


Leggst undir feld og húxa málið.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Gefin svör 1. og 2. eru þau réttu. Það er bölvuð ekkisen tímasóun að sofa og slíkt ætti enginn að leyfa sér þann stutta tíma sem sumarið stendur. Maður sefur þegar maður er dauður. Forðist svefn!

    By Blogger Gunnar , at 7:46 e.h.  

  • Það má líka skipta um kall

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 11:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com