Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, maí 22, 2006

Það sem er.


Hummm þá er best að láta gamminn geysa, um ekki neitt ekki einu sinni reiðhjól. Eins og áður hefur komið fram er andinn á eyðimerkurrápi og örugglega í góðu yfirlæti - sól og sandur - er nokkuð yndislegra.

Þegar ekkert er að skrifa um reynist veðrið kjörið fórnarlamb.

Ég sit sem sé á mínum fagra rassi fyrir framan mína fögru tölvu og hristi mitt fagra höfuð. Og hef í raun ekkert að segja um veðrið. Veður er veður og eitt af mörgu í okkar fögru veröld sem ég hef ekkert að gera með. En ég hef nú samt skoðun á snjókomunni hér fyrir utan, ég er ekki hlynnt snjókomu í maí. Ég er á þeirri skoðun að snjór tilheyri vetri, vorið og sumarið á að vera snjólaust. Annars finnst mér snjórinn fallegur nýfallinn.

En áfram um ekki neitt:

Er ekkert til?
Ef ég skrifa um ekkert hvað er ég þá að skrifa um?

Ég er núna að mínu mati að raða saman stöfum úr stafrófinu. Merkingarlaust. Ef ég held áfram að raða saman stöfum gæti hugsanlega eitthvað af viti komið á endanum. Það er þá eftilvill betra að bíða.

En hvað eru vitleg skrif?

Ég verð að leggjast undir feld og húxa málið.

Ísfirðingurinn bráðskemmtilegi fær á endanum pistil sem vit er í.

Læt vitræna hugsun til hliðar í bili. Er að velta því fyrir mér að fara í eyðimörkina og sækja andann.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Sko! Ég sagði´ða! Sagði ég ekki? Jú, ég sagði´ða!
    Þetta er einmitt það sem ég átti við. "Hin lengsta ferð hefst á einu skrefi". Heimfært: "Hinn lengsti pistill hefst á einu orði".

    Þarna höfum við hinn ágætasta pistil skrifaðan uppúr engu.

    Skólabókardæmi!
    Héðan í frá ertu óstöðvandi.

    Ég segi það.

    By Blogger Gunnar , at 8:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com