Blíðan.
Já það er blessuð blíðan, með blóm í haga.
Þetta er sá tími árs sem ég hef heillast einna mest af gegnum tíðina.
Ég sést nú reyndar ekki út í garði með rassinn upp í loftið eins og nágrannar mínir þó svo ekki veitti af.
Ég hef meira gaman af að horfa á fallega garða, líka hina á stundum en taka þátt í garðvinnu.
Ég hef þó ræktað kartöflur í garðinum mínum, með dyggri hjálp hans Gösla míns sem svipt hefur svalahurðinn upp og spilað kartöflulagið hans Árna J. á mesta styrk trúlega til að hvetja mig áfram í arfareytingum og öðru því sem fylgir kartöflurækt.
Reyndar er hann líka duglegur við að borða nýuppteknar kartöflur, sóttar í kastrollu passlega mikið í matinn, með miklu smjöri.
Megi gæfa og gleði fylgja ykkur hvert sem þið farið.
Njótið hvers annars.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home