Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, maí 08, 2006

Vorið - sumarið og ég.

Ég held að ég sé dálítið mikið sjálfsmiðuð. Ég veit ekki hvort það er gott eða vont enda ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að vera ánægð með það. Svo er spurning um hvort ég er það, en það er önnur saga.

Ég hef ákveðið að halda með Sylvíu Nótt, frábært að geta þá hluti sem hún er að gera. Er glys - skraut - yfirborðsmennska aðalatriðið í lífinu?
Ég var í einfaldleika mínum að velta því fyrir mér hvað heildarpakki júróvisjónkeppninnar kostar, ekki bara hér heima heldur samanlagt hjá öllum þátttökuþjóðum. Og þó ég held að ég vilji ekki vita það, ég er vís með að vilja sjá peningunum varið í eitthvað sem hugnaðist mér betur, ég er svo sem eins og fleiri held að minn nafli sé nafli alheimsins.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Veistu, ég var búinn að velta því alveg obbosslega fyrir mér hvort þetta væri innsláttarvilla eða hvort þú værir virkilega sjálfsmíðuð. Ég get smíðað eitt og annað, hef m.a. smíðað þrjú börn og húsbíl, en ég er handviss um að ég smíðaði ekki sjálfan mig. Kannski hef ég misst af einhverju! Einu sinni heyrði ég um mann sem ætlaði að éta sjálfan sig. Slíkt er þó eiginlega frekar niðurrifsstarfsemi og alveg í hina áttina. Nei, ég held það geti alveg passað að þú sért sjálfsmíðuð. Og miðað við skrifin þín hefur smíðin tekist allþokkalega!
    Keep up the good work!
    (ég var sko að koma frá Skotlandi, hafi það farið fram hjá einhverjum)
    Gunnar.

    By Blogger Gunnar , at 11:48 e.h.  

  • Velkominn heim.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com