Vorið - sumarið og ég.
Ég held að ég sé dálítið mikið sjálfsmiðuð. Ég veit ekki hvort það er gott eða vont enda ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að vera ánægð með það. Svo er spurning um hvort ég er það, en það er önnur saga.
Ég hef ákveðið að halda með Sylvíu Nótt, frábært að geta þá hluti sem hún er að gera. Er glys - skraut - yfirborðsmennska aðalatriðið í lífinu?
Ég var í einfaldleika mínum að velta því fyrir mér hvað heildarpakki júróvisjónkeppninnar kostar, ekki bara hér heima heldur samanlagt hjá öllum þátttökuþjóðum. Og þó ég held að ég vilji ekki vita það, ég er vís með að vilja sjá peningunum varið í eitthvað sem hugnaðist mér betur, ég er svo sem eins og fleiri held að minn nafli sé nafli alheimsins.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Ég hef ákveðið að halda með Sylvíu Nótt, frábært að geta þá hluti sem hún er að gera. Er glys - skraut - yfirborðsmennska aðalatriðið í lífinu?
Ég var í einfaldleika mínum að velta því fyrir mér hvað heildarpakki júróvisjónkeppninnar kostar, ekki bara hér heima heldur samanlagt hjá öllum þátttökuþjóðum. Og þó ég held að ég vilji ekki vita það, ég er vís með að vilja sjá peningunum varið í eitthvað sem hugnaðist mér betur, ég er svo sem eins og fleiri held að minn nafli sé nafli alheimsins.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.