Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Snjór

Mér þykir fagurt um að litast þegar snjór er yfir. Mér líður vel í birtu.
Mér þykir gott að vera til.

Þegar um mig sveimar andleysi og ekkert er að ergja mig í dagsins önn líður mér vel.

Mér líður vel.

Ég ætla að gera mitt besta í dag til að öðrum líði vel.

Í dag ætla ég að gera eitthvað sem ég get verið stolt af.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com