Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, mars 18, 2006

Ora grænar baunir.

Já há og humm, ég hef verið með flensu legið nær dauða en lífi í eymd volæði og aumingjaskap en hef lítið látið það trufla mig ef ég hef komist fram úr á annað borð.
Ég fekk enga löngun til að s.... á höfuðið á neinum svo vart er ég með fuglaflensuna góðu.

Já ---- fuglaflensan.
Ora grænar baunir.

Hefi tekið þá ákvörðun að safna Oragrænum baunum í dós, því að í ljósi væntanlegrar fuglaflensu verður ekkert hægt að eta.
Ekki kjúklinga, ketti, svín eða almennt nokkuð ket. Þá er nú spurningin með grænmetið, í það minnsta farfuglar spyrja ekki leyfis hvar þeir mega skíta ( þeir virða ekki einu sinni tilkynningaskyldu!!!!!!) svo eitthvað af úrgangi þeirra gæti lent á ökrum og hver veit nema allur gróður sé undirlagður af fuglaflensuveirum( hef ekki séð neina grein um rannsóknir á því sviði)

Ket af fiskinum í sjó og vötnum? Nei snefilefni jarðar renna til sjáfar, verðugt rannsóknar efni þar.
Mér finnst einhvernveginn rökrétt að fyrst fuglaflensa getur smitast í menn geti hún smitast í allt lifandi. Nóg um það. Þarf að flýta mér í Bónus og kaupa upp birgðirnar af Oragrænum.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

8 Comments:

  • Ég ætla að fara hina leiðina og halda áfram að borða kjúklinga sem nú eru kallaðir sjúklingar. Ég verð bara að gæta þess vel að borða þá gegnsteikta. Annars eru ORA-grænar baunir herramannsmatur og ættu að finnast í hverri góðri máltíð á betri heimilum

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 11:38 e.h.  

  • ....og endilega haltu áfram að láta þér batna. Ekki veitir af.

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 11:39 e.h.  

  • Takk fyrir og verði þér að góðu, en ég myndi í þínum sporum drífa mig að kaupa Oragrænar, ég hamstra þær nefnilega.
    Kjúklingar og fiskur er á uppáhaldsmatseðli mínum.
    Ekki eins hrifin af Oragrænum en hvað gerir maður ekki til að tryggja sig!!!!!!!1

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:37 f.h.  

  • Smart að hafa mynd með! Þú verur greinilega flinkari og flinkari.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:38 f.h.  

  • Vertu nú dugleg að ná heilsu svo ég geti komið til þín í te og ora-grænar. Annars hef ég fengið slíkar lýsingar úr verksmiðjunni að ég er ekki nema passlega sólgin í dósamat. En það lagast nú kannski þegar við verðum komin með álver í hvert krummaskuð og verðum sjálfbær með dollur og dunka!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:56 f.h.  

  • Ætlaði alls ekki að senda þér nafnlaust bréf, betur alin upp en svo. Eitthvað að klikka hjá mér (ótrúleg skýring því ég er svo klár) (Til vonar og vara) kveðja Hafdís Þ

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:58 f.h.  

  • oj ég hef tvisvar fengið svartar pöddur í ora grænum baunum. Mæli ekki með þeim.

    By Blogger Gudrun Vala, at 8:30 e.h.  

  • Frú, ég skal sjá þér fyrir fiski sem verður veiddur utan þess svæðis sem kúkaleiðslur ríkisins og Reykjavíkurborgar ná til. Ég skal einnig ábyrgjast að einungis verði veiddur botnfiskur sem, svo sem kunnugt er, kemur ekki upp á yfirborðið til að éta fuglaskít.
    Efst á síðunni stendur "Vorið kemur með von til mín". Niðri við Reykjavíkurhöfn, neðan við Kaffivagninn, liggur lítill gulur bátur sem heitir Von. Vorið mætti sko alveg skutla henni heim í innkeyrslu til mín. Þessi Von er raunar upphaflega frá Ísafirði. Þar var hún í eigu manns sem hafði haft mikið,liðað hár og aldrei var kallaður annað en Gvendur með englahárið. Ég skrifa hér með uppá það að Gvendur hafði ekki bara englahár, hann hafði líka englasál. Það vissi ég og það vissu fleiri.
    Hafdís Lilja, ef þú hyggðir á útgerð þá myndi þessi Von og sú sál sem henni fylgir nægja þér og þínum til æviloka. Megi vorið færa þér hana. (ef ekki,fáðu þér bíltúr niður að Kaffivagninum)
    Hafðu þökk fyrir kommentið.

    Gunnar Th.

    By Blogger Gunnar , at 9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com