Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, mars 06, 2006

Obbobb.

Ég er að lesa um oddhent ljóð mér til dýrðar og uppljómunar, það góða við svona ljóðalestur er að hann tekur stutta stund. Tefur mig ekki frá hvíldinni langþráðu.
Sýnirhorn:

Oddhent telst ljóð vera ef annar bragliður allra ljóðlina ríma við endarím frumlína.

Vísnaþraut ég vonda hlaut
vaskur þaut í brasið
heilann braut en hugsun þraut
hnugginn laut í grasið

Matur lokkar fagran flokk
fær er kokkamaður,
enginn okkar stjórnar strokk
né stígur rokkinn glaður

Völlum á æ standa strá
stör er hjá í felum
orf og ljá nú engir sjá
allir slá með vélum

Kvinnan góðan yrkir óð
er hún fróð um listir
síðan fljóðið semur hnjóð
sjálf í ljóðin þyrstir.

Allvel hér nú húsin ver
halur sver og undinn
góður er þá góla fer
geysi þver hans lundin.

Öðrum býður örg í stríð
ekkert líður svanninn
oft á tíðum yrkir níð
aldrei blíð á manninn.

Ef lesturinn væri lengri en fjórar línur í senn tel ég líkleg að ég sofnaði svefni hinna þreyttu og réttlátu.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Ekki get ég nú samþykkt að þetta sé fljótlesið. Nú hef ég, síðan pistillinn var settur inn, reynt að stauta mig fram úr feitletruðu orðunum án þess að ná teljandi árangri. Takist mér verkefnið mun ég leggja til atlögu við ljóðin sjálf.

    Ég mun væntanlega verða upptekinn á næstunni.

    By Blogger Gunnar , at 7:30 f.h.  

  • Eina sem þú þarft að vita er hvað frumlína er þá er afgangurinn auðlesinn.

    Öðrum býður örg í stríð
    ekkert líður svanninn
    oft á tíðum yrkir níð
    aldrei blíð á manninn.


    stríð og níð eru í frumlínu.
    Annar bragliður er þá:
    býð(ur) - líð(ur)
    tíð(um) - blíð


    Þetta er gjört til að létta þér upptektina, þú hefur í nægu að snúast ekki satt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com