Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Mannlegt eðli.

Eðli mannanna er mismunandi og eitt af því sem prýðir stöku mann er mannkærleikur/manngæska. Skyldi vera meiri vandi að vera slæmur og neikvæður en góður og jákvæður/réttsýnn?

Hjartagæska er hluti manngæskunnar, það að vilja öðrum og okkur sjálfum vel við allar aðstæður getur verið gæska. Það er mikilvægt að vera sjálfum sér og öðrum góður. Þegar við erum þannig innstillt andlega finnum fyrir við vellíðan og frið í samskiptum við aðra. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfu sér fremur en margt annað. Við þurfum að rækta/hlúa að/efla hið góða/góðsemi.
Góðsemi er eftirsóknarverð í samskiptum við aðra við verðum ekki endilega auðugri í veraldlegum skilningi en auðugri hið innra sem fátt fær grandað.
Við verðum sjálf að rækta upp og hlúa að þeim eðlisþáttum í lífi okkar sem okkur þykja eftirsóknarverðir og heppilegir til að efla, eins og svo margt annað í tilverunni verðum við að gera þessa hluti sjálf.
Okkar raunveruleiki er í höfðinu á okkur, ekki sjá allir raunveruleikann eins þessvega finnst mér gott að vera meðvituð um að ég verð að breyta mér innan frá til að verða jákvæðari og betri manneskja; efla gæskuna í mér sem sé.
Kærleikur/ástúð getur aldrei misst marks þótt að erfitt sé sumum að meðtaka hana. Það er enginn vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Erfiðar er að sína hinum neikvæðu og óbilgjörnu gæsku.

Góðmennska/manngæskan tengist hamingju, hamingjan kemur innan rá, hamingjan eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er vel þess virði að rækta hana daglega, sýna mannlega mýkt öllum ekki síst okkur sjálfum.


Verum góð hvert við annað og njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Kæra nafna! að loknum lestri á hugleiðingum dagsins hjá þér kemur bara eitt orð upp í huga minn: AMEN

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com