Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Vatnsberinn.

Ég er vatnsberi.

Vatnsberinn
Árstími Vatnsberans er miðja vetrarins. Dagarnir lengjast en enn er langt í vorið og sumarið. Ákveðin biðstaða ríkir í náttúrunni. Segja má að froststillur vetrarins, þeir dagar í janúar og febrúar þegar veður er kalt en algert logn ríkir og sjá má langt og víða, lýsi eðli Vatnsberans. Hann er iðulega svalur, heiðríkur og yfirvegaður eins og lygn og fallegur vetrardagur.



Yfirvegun
Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur og þægilegur í framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðugóður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér. Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur. Að minnsta kosti finnst öðrum oft erfitt að átta sig á honum. Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónulegur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar sínar á torg.



Hugsun og skynsemi
Vatnsberinn er hugmyndamerki og vill láta hugsun og skynsemi stjórna gerðum sínum og tilfinningum. Hann hefur þann hæfileika að geta verið hlutlaus, jafnvel þegar um erfið mál er að ræða. Svo virðist sem hann fari þá 'útfyrir' sjálfan sig eða geti horft ópersónulegum augum á það sem er að gerast. Vatnsberinn er rökfastur og hefur því hæfileika og getu til að taka skynsamlega afstöðu til mála. Hann hefur einnig orð á sér fyrir að hafa skýra og yfirvegaða hugsun.



Stöðugleiki
Vatnsberinn er eitt af stöðugu merkjunum. Hann er því fastur fyrir og á til að vera þrjóskur og stífur. Hann heldur fast í hugmyndir sínar og hefur sérstök viðhorf til lífsins. Hann á einnig til að vera frekur og stjórnsamur, en fer oft fínt með þann eiginleika. Kannski má frekar segja að stjórnsemi hans varði fyrst og fremst hann sjálfan og birtist í því að honum er illa við afskiptasemi annarra. Hann vill því ekki endilega stjórna öðru fólki, því slíku fylgir iðulega ábyrgð og persónulegt ófrelsi.



Félagslyndi
Vatnsberinn er félagslyndur og þarf á fólki að halda, en félagslyndi hans birtist oft þannig að hann vill hafa margt fólk í kringum sig en samt sem áður ekki vera bundinn ákveðnum einstaklingum.



Á undan samtímanum
Það er einkennandi fyrir Vatnsbera að leitast eftir því að skapa sér sérstöðu. Það hver sérstaðan er er mismunandi frá einum Vatnsbera til annars. Sumir leggja áherslu á sérstakan klæðaburð og stíl (og eru alltaf einu skrefi á undan tískunni). Aðrir hafa ákveðnar og stundum óvenjulegar hugmyndir sem valda því að þeir skera sig úr fjöldanum. Hver sem aðferðin er nákvæmlega þá er Vatnsberinn oft uppfinningasamur og frumlegur.



Pælingar
Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Vatnsberinn að hafa fólk í kringum sig og hafa úr nógu að moða hvað varðar hugmyndir og pælingar. Hann verður daufur og orkulítill ef hann er í félagslegri einangrun og hefur fátt til að örva hugann. Hann þarf að hafa ákveðna yfirsýn yfir lífið og tilveruna og ef sjóndeildarhringurinn er of þröngur þrífst hann illa.



Frelsi
Að lokum má geta þess að sterk frelsisþörf er eitt helsta einkenni Vatnsberans. Það hvernig hann sækir frelsi sitt er mismunandi frá einum til annars, en oftast notar hann sambland af hlutleysi, yfirvegun og því að leitast við að vera óháður öðrum. Vatnsberi sem vinnur á stórum vinnustað, svo dæmi sé tekið, leggur oft áherslu á að vera hlutlaus gagnvart vinnufélögum sínum og þá sérstaklega þeim sem eru ráðríkir og tilætlunarsamir. Hann kemur yfirleitt fram af yfirvegun. Hlutleysi og yfirvegun gera það að verkum að hann stuðar aðra ekki, sem fyrir vikið 'hafa ekkert á hann'. Hann heldur því frelsi sínu. Og með því að vera óháður, þ.e.a.s. að taka ekki afstöðu með einni klíku gegn annarri, þá gerist það sama. Hann er frjáls að umgangast hvern sem er og halda þeirri yfirsýn sem hann vill halda. Sumir Vatnsberar auglýsa sérstöðu sína, en yfirvegun og hlutleysi annarra er þess eðlis að fólk tekur ekki eftir því hversu sjálfstæðir og sérstakir þeir eru í raun. Þar fyrir utan er sérstaða Vatnsberans oft fólgin í hugsun hans og hugmyndaheimi, frekar en athöfnum, enda Vatnsberinn pælari og hugsuður.

Þegar talað er um 'Vatnsberann' og 'Vatnsbera', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Vatnsberamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.

Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.


Svo mörg voru þau orð.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Já takk!

    By Blogger Gunnar , at 11:07 e.h.  

  • Jæja að hluta til var ég að lesa lýsingu á sjálfri mér. Skrítið!! En hvað með það vinkona, ekkert varð úr tedrykkju í þessari reisu minni en koma tímar og kemur orka. Bestu þakkir fyrir allt og allt

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:05 f.h.  

  • Merkilegt hvað sumt passar vel við mann!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com