Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, janúar 29, 2006

Afmælisdagurinn.

Ég á afmæli í dag, ég óska mér til hamingju og um leið þakka ég Guði fyrir að fá að lifa svona langan dag.

LAO-TSE skrifaði margt fyrir löngu:
Að meta sjálfan sig.
1. Þegar menn óttast ekki það, sem þeir ættu að óttast, mun hið skelfilegasta koma yfir þá.
2. Menn skyldu ekki temja sér að láta hugsunarlaust eftir sér, né breyta eins og þeir væru þreyttir á lífinu.
3. Ef menn sleppa ekki fram af sér beizlinu, mun lífsþreytan ekki koma í ljós.
4. Þess vegna þekkir hinn vitri sjálfan sig, en hreykir sér ekki. Hann kann að meta sjálfan sig, en ofmetnast ekki.

Svo mörg voru þau orð.

Njótið hvers annars.

Takk fyrir ættlera upplýsingarnar og afmæliskveðjuna Anna mín.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

9 Comments:

  • Nú þarf að skoða

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:13 f.h.  

  • Til hamingju með daginn. Hann þarna LaóTse, hann veit nokkuð hvað hann syngur. Skrifaði hann ekki kínversku vegahandbókina?

    By Blogger Gunnar , at 1:08 e.h.  

  • Halldór Eiríksson Friðgerður Þórarinsdóttir
    1740 - 6. september 1809 1745 - 1809


    Jóhannes Halldórsson 1784 - 1862
    Jens Jóhannesson 1816 - 1866
    Kristín Jensdóttir 1837 - 1907
    Björn Jónsson 1857 - 1947
    Lilja Björnsdóttir 1894 - 1971
    Pétur Björn Jónsson 1927 - 1969
    Hafdís Lilja Pétursdóttir 1952

    Friðrik Halldórsson 1780 - 1847
    Margrét Friðriksdóttir 1820 - 1896
    Guðrún Þórðardóttir 1854 - 1915
    Jóakim Þorsteinsson 1886 - 1962
    Þorsteinn Kristján Jóakimsson 1920
    Gunnar Theodór Þorsteinsson 1957

    Skemmtilegt fyrirbæri, Íslendingabók!

    By Blogger Gunnar , at 1:13 e.h.  

  • Innilega til hamingju með ammmælið elsku besta frænka :) Njóttu dagsins og hafðu það gott!

    Knús í klessu

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:37 e.h.  

  • til hamingju með daginn elsku syss

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:36 e.h.  

  • Ástarþakkir öllsömul.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:48 e.h.  

  • Til hamingju með daginn

    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:33 e.h.  

  • hæhæ elsku Hafdís mín og til hamingju með afmælið.

    Kveðja úr Holti, Borgarnesi og Kópavogi/Reykjavík
    Kiddi Jói
    blog.central.is/kiddijoi
    kristjanjp@lisk.kopavogur.is

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:14 e.h.  

  • Happy B-day!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com