Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fimmtudagur

Afhverju heitir fimmtudagur fimmtudagur? Ætti kannski að fletta því upp hef ekki nennu í það.
Ég er búin að festa bílinn tvisvar nokkuð vel af sér vikið en allt fór nú á besta veg og ég á þá eftir að festa hann í þriðja sinn ef máltækið "Allt er þegar þrennt er gengur eftir. En þá ber að velta fyrir sér "Fullreynt í fjórða" og hugsa með sér að ekkert kemur fyrir mig.

Ég skil ekki hversvegna samkynhneigðir fá ekki að ganga í hjónaband vill einhver útskýra það fyrir mér svo ég skilji? Ég yrði hugsanlega sáttari.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Í sakleysi mínu hélt ég að fimmtudagur héti fimmtudagur af því að hann er fimmti dagur vikunnar. Spurningin væri frekar því hann heitir Þórsdagur hjá fólki í kringum okkur (Torsdag-Thursday). Þessar þjóðir kalla sig kristnar en eru samt ekki kristnari en þetta!

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 5:25 e.h.  

  • Ég skil það ekki heldur þó svo að ég hafi lesið Biblíuna. Ef við værum tvær einar þá gætum við ugglaust rökræt og fundið ein hverja lausn (ef ég þekki okkur rétt) t,d gæti ein skýringin verið sú, að ef samkynhneigðir ættu að ganga í hjónaband til jafns við gagnkynh. þá hefði Guð eflaust skapað okkur í eini mynd það er að segjaq eitt kyn sem gæti bæði getið og fætt afkvæmi eða.. þú veist sjálf hvernig við mundum finna einhverja lausn sem við værum báðar sáttar við. Takk fyrir góða kveðju til mín

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:52 e.h.  

  • Jæja þá er bara að prófa einu sinni enn. Það verður ekkert vitrænt í þessu því ég þoli ekki þegar gáfulegar pælingar mínar týnast.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:07 f.h.  

  • Þetta er algjörlega æðislegt. Hún dóttir mín kennarinn, háskólaneminn og tölvugúrúinn gat sagt mér hvað gera átti. Munur að eiga svona klára afleggjara þegar vantar einhverjar einfaldar heilatengingar í eigin heila.
    Takk fyrir gott spjall í gær. Takk fyrir teið og vínberin. Takk fyrir að vera til og takk fyrir að þola mig. Ekki meir í bili, hafðu það sem allra best.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com