Hnúðar
Ég fór með tvo litla hnúða í sund í dag, þegar sá yngri (6ára) fór út úr bílnum sagði hann: "Amma hvenær ætlar þú að vera undan mér út úr bílnum til að opna fyrir mér?"
Ég hváði:"Haaaaaaaaaaa til hvers?"
Svo mér verði ekki kalt á höndunum, svaraði sá stutti og hljóp sem fætur toguðu inn í íþróttahús.
Það er gott að vera amma og sá eldri (8ára) er farin að skrabbla við ömmu og afa.
Af skrabblinu er það að segja að þelárinn góði gladdi minn milda hjarta og ég hélt vart vatni þegar ég las sum orðin sem komin eru í heimilisskrabblorðabókina skammstafað: H.S.O.B. eða HSOB. Ég verð að skammstafa þetta eins og allir aðrir.
Njótið hvers annars.
Ég hváði:"Haaaaaaaaaaa til hvers?"
Svo mér verði ekki kalt á höndunum, svaraði sá stutti og hljóp sem fætur toguðu inn í íþróttahús.
Það er gott að vera amma og sá eldri (8ára) er farin að skrabbla við ömmu og afa.
Af skrabblinu er það að segja að þelárinn góði gladdi minn milda hjarta og ég hélt vart vatni þegar ég las sum orðin sem komin eru í heimilisskrabblorðabókina skammstafað: H.S.O.B. eða HSOB. Ég verð að skammstafa þetta eins og allir aðrir.
Njótið hvers annars.