Hnúðar
Ég fór með tvo litla hnúða í sund í dag, þegar sá yngri (6ára) fór út úr bílnum sagði hann: "Amma hvenær ætlar þú að vera undan mér út úr bílnum til að opna fyrir mér?"
Ég hváði:"Haaaaaaaaaaa til hvers?"
Svo mér verði ekki kalt á höndunum, svaraði sá stutti og hljóp sem fætur toguðu inn í íþróttahús.
Það er gott að vera amma og sá eldri (8ára) er farin að skrabbla við ömmu og afa.
Af skrabblinu er það að segja að þelárinn góði gladdi minn milda hjarta og ég hélt vart vatni þegar ég las sum orðin sem komin eru í heimilisskrabblorðabókina skammstafað: H.S.O.B. eða HSOB. Ég verð að skammstafa þetta eins og allir aðrir.
Njótið hvers annars.
Ég hváði:"Haaaaaaaaaaa til hvers?"
Svo mér verði ekki kalt á höndunum, svaraði sá stutti og hljóp sem fætur toguðu inn í íþróttahús.
Það er gott að vera amma og sá eldri (8ára) er farin að skrabbla við ömmu og afa.
Af skrabblinu er það að segja að þelárinn góði gladdi minn milda hjarta og ég hélt vart vatni þegar ég las sum orðin sem komin eru í heimilisskrabblorðabókina skammstafað: H.S.O.B. eða HSOB. Ég verð að skammstafa þetta eins og allir aðrir.
Njótið hvers annars.
5 Comments:
Hað er þelár? (eða þelári?) Orðið er hreint alveg ágætt, um að gera að finna almennileg not fyrir það.
Drengirnir aru auðvitað að átta sig á hlutverki kvenfólks í tilverunni! Heill þeim!
t.
By Gunnar , at 8:42 e.h.
Þelári er ullarpúki eða ullardraugur, upphaflega í skrabblinu sett saman úr "ári og þel", fékk hjá okkur merkinguna einhver sem veldur kláða. Nú ef þú hefur skemmtilegri hugmynd um notkun orðsins er hún vel þegin.
Hef trú á að sá stutti hafi rembuna úr afa sínum sem talar oft um "auðmjúka" konu, vart vísar hann til mín þar en hann átti líf fyrir mig en vonandi ekkert eftir mig!!!!!!
Góð saga má aldrei gjalda sannleikans því hafa skal það sem skemmtilegra hljómar.
By Nafnlaus, at 5:09 f.h.
Máltækið í niðurlaginu er eitthvert það besta sem ég hef séð um langan tíma!
By Gunnar , at 7:37 f.h.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
By Gunnar , at 7:37 f.h.
Helvíti kann ég vel við að vera kallaður "author". Það er hins vegar óþarfi hjá þessu útlenda liði að láta þess getið að einhver hafi eytt kommentinu sínu. Fyrir klaufaskap tvísendi ég inn sömu línuna og eyddi þeirri seinni.
By Gunnar , at 7:42 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home