Ég.
Ég í merkingunni ég, það er að segja ég sem strita við stílvopnið af og til, er heldur erfið í sambúð. Svo ef ég hefði val byggi ég ekki með mér eins og ég er heldur með mér eins og ég vil að ég sé í sambúð en þá þarf ég að breyta mér sem er flóknara fyrirbæri en hægt er að ímynda sér enda er auðveldara að reyna að stjórna og breyta öðrum. En ég sit uppi með mig og get ekkert flúið!!! skellt á eftir mér eða neitt slíkt. Ég verð því að sætta mig við mig eins og ég er, hugsanlega með tíma og vinnu að verða eins og ég held að ég sé best.
Stundum er gott að vera ég, stöku sinnum er ekki gott að vera ég. Það er ekki gott að vera ég þegar óreiðugenið tekur völdin. Þegar óreiðugenið er við völd verð ég óreiðuhafdís. Ég sá í morgun þegar ég vaknaði að óreiðuhafdís hafði komið heim úr vinnunni í gærkveldi:
Taskan mín var á eldhússtól í eldhúsinu.
Trefillinn minn og úlpan voru á borðstofustólnum í stofunni.
Útiskórnir voru á miðjum gangvegi gangsins.
Peysan mín og bolurinn voru á gólfinu í geymslunni.
Buxurnar og sokkarnir voru á baðherberginu.
Brjósthaldið var á stólbaki í tómstundaherberginu.
Gleraugun á sófaborðinu í stofunni.
E.S.
Ég er enn að leita af hárinu, tönnunum, nöglunum, magabeltinu og bíllyklunum.
Ég er þakklát fyrir að búa ekki í stærra húsi.
Njótið hvers annars.
Stundum er gott að vera ég, stöku sinnum er ekki gott að vera ég. Það er ekki gott að vera ég þegar óreiðugenið tekur völdin. Þegar óreiðugenið er við völd verð ég óreiðuhafdís. Ég sá í morgun þegar ég vaknaði að óreiðuhafdís hafði komið heim úr vinnunni í gærkveldi:
Taskan mín var á eldhússtól í eldhúsinu.
Trefillinn minn og úlpan voru á borðstofustólnum í stofunni.
Útiskórnir voru á miðjum gangvegi gangsins.
Peysan mín og bolurinn voru á gólfinu í geymslunni.
Buxurnar og sokkarnir voru á baðherberginu.
Brjósthaldið var á stólbaki í tómstundaherberginu.
Gleraugun á sófaborðinu í stofunni.
E.S.
Ég er enn að leita af hárinu, tönnunum, nöglunum, magabeltinu og bíllyklunum.
Ég er þakklát fyrir að búa ekki í stærra húsi.
Njótið hvers annars.
2 Comments:
LOL!
ÓreiðuHafdís er bara partur af hinni einu sönnu Hafdísi :)
By Nafnlaus, at 9:41 e.h.
Úr því þú fannst gleraugun, ætti ekki að vera mikið mál að finna það sem eftir er.
(alltaf að líta á björtu hliðarnar)
By Anna Kristjánsdóttir, at 12:49 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home