Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Úpps!

Jahérna hér og hananú, ég gafst upp við útreikninga fyrir tilbúnu fjölskylduna mína og er afar fegin að standa ekki í þeim rekstri, þyrfti trúlega að bæta við mig snúningi í vinnu.

Valur Höskuldsson nefndi í viðtali í gær(Held ég í sjónvarpinu) að ein manneskja þyrfti 167 þús. krónur til að framfleyta sér á mánuði, ég er ekkert að draga það í efa að svo komnu en gaman þætti mér að vita hvaðan talan er fengin.
Kemst nú trúlega að því þó svo síðar verði.
Ég er að glugga í vísur þessa dagana og þar á meðal vísur Æra Tobba gaman að þeim eins og fyrri daginn. Slunginn hefur sá æri verið.

Hún vinkona mín er að velta fyrir sér umburðalyndi, ég auglýsi eftir skýringum á orðinu og hvað það táknar.
Samkvæmt orðabók merkir orðið:
1. Að taka vægt á yfirsjónum eða andstöðu annara, mildi.
2. Þolgæði, rósemi, jafnaðargeð.

Þá veit ég það en túlkun manna á orðinu er eins misjöfn og mennirnir eru margir.
Þá verð ég að velta fyrir mér stöðu orðsins/merkingarinnar í huga mér.

Leggst undir feld og íhuga.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Barnið sem að inní er
    Ingiríði minni
    Kjartan heitir og blómann ber
    þegar hann verður skírður.

    Eignað Æra-Tobba.

    By Blogger Gunnar , at 6:20 e.h.  

  • jamm það er þetta með framfærsluna. Ekki veit ég hvað er lágmarksupphæð alla vega er ég alltaf orðin skítblönk þegar líða tekur á mánuðinn, alveg sama hvort ég vann 20x15 tíma vaktir eða næstum ekki neitt. Verð þó að viðurkenna að kaupið dugir aðeins lengur fram í mánuðinn ef ég hef unnið eins og vitleysingur! sem ég er hætt að gera.
    Ætli maður hafi ekki verið að vinna á röngum stöðum,allavega hefur mér aldrei verið boðið millur fyrir að hætta að mæta í vinnuna... eða er ég kannski bara svona assgoti góður starfsmaður?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com