Úpps!
Jahérna hér og hananú, ég gafst upp við útreikninga fyrir tilbúnu fjölskylduna mína og er afar fegin að standa ekki í þeim rekstri, þyrfti trúlega að bæta við mig snúningi í vinnu.
Valur Höskuldsson nefndi í viðtali í gær(Held ég í sjónvarpinu) að ein manneskja þyrfti 167 þús. krónur til að framfleyta sér á mánuði, ég er ekkert að draga það í efa að svo komnu en gaman þætti mér að vita hvaðan talan er fengin.
Kemst nú trúlega að því þó svo síðar verði.
Ég er að glugga í vísur þessa dagana og þar á meðal vísur Æra Tobba gaman að þeim eins og fyrri daginn. Slunginn hefur sá æri verið.
Hún vinkona mín er að velta fyrir sér umburðalyndi, ég auglýsi eftir skýringum á orðinu og hvað það táknar.
Samkvæmt orðabók merkir orðið:
1. Að taka vægt á yfirsjónum eða andstöðu annara, mildi.
2. Þolgæði, rósemi, jafnaðargeð.
Þá veit ég það en túlkun manna á orðinu er eins misjöfn og mennirnir eru margir.
Þá verð ég að velta fyrir mér stöðu orðsins/merkingarinnar í huga mér.
Leggst undir feld og íhuga.
Njótið hvers annars.
Valur Höskuldsson nefndi í viðtali í gær(Held ég í sjónvarpinu) að ein manneskja þyrfti 167 þús. krónur til að framfleyta sér á mánuði, ég er ekkert að draga það í efa að svo komnu en gaman þætti mér að vita hvaðan talan er fengin.
Kemst nú trúlega að því þó svo síðar verði.
Ég er að glugga í vísur þessa dagana og þar á meðal vísur Æra Tobba gaman að þeim eins og fyrri daginn. Slunginn hefur sá æri verið.
Hún vinkona mín er að velta fyrir sér umburðalyndi, ég auglýsi eftir skýringum á orðinu og hvað það táknar.
Samkvæmt orðabók merkir orðið:
1. Að taka vægt á yfirsjónum eða andstöðu annara, mildi.
2. Þolgæði, rósemi, jafnaðargeð.
Þá veit ég það en túlkun manna á orðinu er eins misjöfn og mennirnir eru margir.
Þá verð ég að velta fyrir mér stöðu orðsins/merkingarinnar í huga mér.
Leggst undir feld og íhuga.
Njótið hvers annars.
2 Comments:
Barnið sem að inní er
Ingiríði minni
Kjartan heitir og blómann ber
þegar hann verður skírður.
Eignað Æra-Tobba.
By Gunnar , at 6:20 e.h.
jamm það er þetta með framfærsluna. Ekki veit ég hvað er lágmarksupphæð alla vega er ég alltaf orðin skítblönk þegar líða tekur á mánuðinn, alveg sama hvort ég vann 20x15 tíma vaktir eða næstum ekki neitt. Verð þó að viðurkenna að kaupið dugir aðeins lengur fram í mánuðinn ef ég hef unnið eins og vitleysingur! sem ég er hætt að gera.
Ætli maður hafi ekki verið að vinna á röngum stöðum,allavega hefur mér aldrei verið boðið millur fyrir að hætta að mæta í vinnuna... eða er ég kannski bara svona assgoti góður starfsmaður?
By Nafnlaus, at 12:35 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home