Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, janúar 28, 2006

Laugardagur

Ef laugardagur táknar baðdagur þá er ég búin að fylgja eftir merkingu orðsins. Gott hjá mér. Ótrúlegt hvað vatn og smá sápa getur gert fyrir mig. Ég er nú svoddans vatnskerling í eðlinu ég hef gaman að vatni og að sulla. Ég elska að rífa af mér sokkapörin á góðum degi og smella iljakvistunum niður í lækjarsprænu, afar notarlegt og friðsælt. Vatnsniður róar mig á einhvern hátt, eftilvill er ég af fiskaættum fremur en frönskum sjómannaættum eða baskaættum eins og ástmaður minn heldur fram og yrkir um.

Tævan farinn mikli var að fá styrk til kínverskunáms, hún er heppinn, enda ljóngáfuð ynjan sú.
Til hamingju Soffíaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa míííííííííínnnnnnnn.
Snilldin ein ó svo ég vilji hafa hana hér á landi: ÞAÐ ER LANGT TIL TÆVAN.

Kominn tími til að fara út í daginn, lífið og tilveruna.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Taívan taívan taívan.... tævan er ekki til!

    Lynja með íslenska málnotkun á hreinu

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com