Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Hann datt

Loppu kroppu lyppu ver
lastra klastra styður.
Hoppu goppu hippu ver,
hann datt þarna niður.

Æri - Tobbi er talinn hafa sett þessa snilld á blað. Ef hann væri fæddur í dag, væri hann ekki á stofnun og á lyfjum? Flattur út í meðalmennsku og þægindi fyrir samfélagið, ójá sá spyr sem ekki veit........ Jafnvel engar vísur!!!!!!

Jæja nóg um það afmælisdagur minn nálgast óðfluga eða eins og óð fluga, ég er heppin á hverjum degi, bara það að fá að lifa langan dag. Ég er nú reyndar að vinna svona þrettán klukkustundir á sólarhring næstu viku eða svo, þannig að þegar að vinnutörn líkur geri ég væntanlega eitthvað í tilefni dagsins. Eða ekki allt eftir því hvernig vindurinn blæs þann daginn.
Það er í það minnsta tilefni til að fagna.


Njótið hvers annars, dagsins og tilverunnar.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Ég ætlaði að benda þér á tölvuleikinn SIM´S. Hann gengur út á það að reka fjölskyldu með öllu því sem því fylgir. Ég er reyndar með tölvuleikjafötlun svo ég hef aldrei farið í hann frekar en aðra leiki (bara farið í Reader Rabitt).
    Gangi þér sem allra best í vinnunni, ég sendi þér góða strauma!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:01 f.h.  

  • Takk

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com