Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Kærleikurinn

Að nálgast hvert annað af kærleika er ef til vill það sem hugsa skal um í dagsins önn. Gildi kærleikans er mikið og oft vanmetið. Getum við nálgast hvort annað í sparifötunum dag hvern, sparifötum að innan og utan.
Ég hef verið að brjóta hugann einu sinni enn um viðhorf mitt til annar og sjálfs mín, framkomu mína og hátterni. Framkoma mín endurspeglar viðhorf mín.

Ég lendi sem oftar í hring með hugsanir mínar og tilfinningar, en ég vil gjarnan vera betri en ég er, ég þarf að vanda mig og vinna að minni innri ró, þá get ég skilað til annara hluta af mér verið þeim sem mér eru kærir góð í orði og á borði.

Einn ágætur kennari minn, sagði í tengslum við mannmarga jarðaför sem hann var að koma úr einn frábærann vordag, eittthvað á þann veg að sá sem fylgt var til grafar hefði þegið heimsóknir fylgenda meðan hann lifði. Viðkomandi verið einstæðingur í nokkur ár heldur einmanna.

Kannski er betra að leggja rækt við lifendur; ættingja,vini og kunningja, njóta hvers annars meðan við getum.

Andleg ruslafata er tóm að sinni.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com