Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Laugardagur.

Ég er vöknuð.
Það er gott að vakna til lífsins og ljósins svona þegar birta fer af degi. (það kemur að því) Ég ætla að taka daginn rólega skutlast með ömmustelpurnar í Borgarnes, AfaGösla til dýrðar og uppljómunar, hann er nú hið mesta hrekkjusvín að mati stelpnanna en þær skemmta sér konunglega yfir vitleysunni í honum þó svo þær fussi inná milli.
Við gömlu hjúin verðum seint ráðsett þó svo við séum miðaldra. Það er vel.

Ég er líka ánægð í dag með að þurfa ekki að vinna neitt nema snúast í kringum mig og stelpukornin. Þær héldu sýningu fyrir mig í gærkveldi þar sem hermt var eftir hinni einu sönnu Silvíu Nótt. Tókst að sjálfsögðu vel, þetta eru litlir snillingar.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • mér finnst fúlt að hafa aldrei verið elst!
    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:43 e.h.  

  • hahahahahaha

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com