Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sjötti febrúar.

Nú er víst kominn mánudagur, mánudagar eru góðir dagar, ný tækifæri.
Dagur eitt(sunnudagur) hafðist með sóma, telpukornin vöknuðu ekki fyrr en um tíuleytið og þá drifum við okkur í sund þar sem ég var tekin og tuskuð til að hætti þeirra systra.
Snúið upp á fögru tærnar á mér og fleira í þeim dúr en við höfðum allar gaman af.
Systurnar skondruðu síðan í Kópavoginn þar sem sú yngri(8 ára) var að keppa í handbolta og sú eldri var aðstoðarþjálfari(11 ára). Þrír leikir unnust heim var komið með medalíu og ýmsa aðra vinninga. Amman var heima og lagði sig á meðan, hálflasin sú gamla. Drifum okkur í kvöldmat hjá Göslaafa í Borgarnesi, fengum góðar móttökur. Eftir heimalærdóm þeirra systra prjónuðum við allar þrjár sem við lifandi gátum fram að svefntíma en fengum okkur nú heitt kakó áður en gengið var til hvílu.
Skemmtilegt það, sú yngsta fór í rúmið hálftíu, næsta stundarfjórðung í tíu og aldursforsetinn tíu.

Ég er nú aldeilis heppin að eiga svona flottar ömmustelpur.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com