Hrós
Vangaveltur
Við höfum öll mikla þörf fyrir viðurkenningu, m.a. að við séum meðtekin eins og við erum.
Flest veltum við því einhvern tímann fyrir okkur hvernig aðrir sjá okkur. Þannig virðist álit annara hafa talsverð áhrif á okkur, stundum jafnvel of mikil áhrif. Gerum stundum hluti til þess að öðlast viðurkenningu þeirra sem eru í kringum okkur. Auðvelt er að sjá þetta hjá börnum en oft aðeins erfiðara hjá fullorðnum.
Verum dugleg við að hrósa hvert öðru, litlu hlutirnir skipta líka máli.
Það er merkileg staðreynd að þegar okkur er hrósað líður okkur vel/betur, merkileg í ljósi þess hversu ódugleg við erum almennt að hrósa öðrum. Flestum þykir líklega gott að fá hrós ogbíðum oft eftir því.
Þegar okkur er hrósað þá hefur það fjölþætt jákvæð áhrif á sálarlíf okkar. Þótt við séum ódugleg við að hrósa öðrum þá er það ekkert til móts við það hvað við erum flest ódugleg við að hrósa okkur sjálfum. Bara lítið gott hjá þér ...... eflir og styrkir sjálfsmyndina. Verum góð hvert við annað.
Njótið hvers annars.
Við höfum öll mikla þörf fyrir viðurkenningu, m.a. að við séum meðtekin eins og við erum.
Flest veltum við því einhvern tímann fyrir okkur hvernig aðrir sjá okkur. Þannig virðist álit annara hafa talsverð áhrif á okkur, stundum jafnvel of mikil áhrif. Gerum stundum hluti til þess að öðlast viðurkenningu þeirra sem eru í kringum okkur. Auðvelt er að sjá þetta hjá börnum en oft aðeins erfiðara hjá fullorðnum.
Verum dugleg við að hrósa hvert öðru, litlu hlutirnir skipta líka máli.
Það er merkileg staðreynd að þegar okkur er hrósað líður okkur vel/betur, merkileg í ljósi þess hversu ódugleg við erum almennt að hrósa öðrum. Flestum þykir líklega gott að fá hrós ogbíðum oft eftir því.
Þegar okkur er hrósað þá hefur það fjölþætt jákvæð áhrif á sálarlíf okkar. Þótt við séum ódugleg við að hrósa öðrum þá er það ekkert til móts við það hvað við erum flest ódugleg við að hrósa okkur sjálfum. Bara lítið gott hjá þér ...... eflir og styrkir sjálfsmyndina. Verum góð hvert við annað.
Njótið hvers annars.
2 Comments:
Veistu það, svo mikið sem maður reyndi á yngri árum að haga sér eins og maður hélt að aðrir vildu, eða vera eins og maður hélt að maður ætti að vera þá er manni fyrir alllöngu orðið nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Það er einhvernveginn þannig að því betur sem maður kynnist mannlegu eðli því minni trú hefur maður á því og það eina sem skilar manni árangri er að byggja algerlega á sjálfum sér og þurfa hvergi að treysta á aðra til eins eða neins.Það er annars alveg merkilegt hvað þú getur galdrað upp úr þinni andans ruslafötu. Hafðu hrós fyrir.
G.Th.
By Gunnar , at 7:46 f.h.
Þú ert nú ótrúlega sætur Gunnar!
Takk fyrir.
By Nafnlaus, at 11:37 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home