Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ráðvilla.

Ég er að velta fyrir mér deginum það er hvað dagur er í dag. Er fjórði í fimmtudegi, þriðji í föstudegi, annar í laugardegi, fyrsti í sunnudegi eða hreinn og beinn sunnudagur? Undarlegt hvað einfaldir hlutir geta orðið flóknir ef þeim er gefið tækifæri til. Það er samt notarlegt að eiga þennan valkost. Ef ég á til að mynda góðan mánudag get ég haft hann áfram bara fyrsta, annan, þriðja og svo framvegis. Ég er ánægð með þetta.

Ég velti fyrir mér á stundum hvort ég sé góð manneskja. Og þá á hvaða mælikvarða. Eins og svo oft er spurningin í mínum huga; við hvað er miðað og hvernig er mælt?

Ég get verið góð við aðra og vond við mig.
Ég get verið góð við mig og vond við aðra.

Hvað er að vera góður?

Hvað er að vera vondur?

Eru þetta ekki hugtök sem hafa mismunandi merkingu í huga hvers og eins?


Treystu ekki á verndargripi, hver er sinnar gæfu smiður



Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

5 Comments:

  • Spurt er hvaða dagur sé. Svarið er einfalt: Í dag er svartur dagur.

    By Blogger Gunnar , at 8:36 f.h.  

  • Ég ætlaði raunar að nefna það líka að flestir eða allir eru jú góðir við einhvern, en því miður hættir of mörgum til að spara manngæskuna fyrir sjálfa sig.

    By Blogger Gunnar , at 8:39 f.h.  

  • Ef svartur dagur þýðir sorgardagur þá skulum við kveikja á kerti.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:25 f.h.  

  • Ef við erum ekki góð við okkur sjálf erum við þá hæf til að vera góð við aðra.

    Verum góð við okkur sjálf og aðra.
    Öll ég birtir upp um síðir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 f.h.  

  • Það er svartur dagur þegar drengur á 22.ári lætur lífið vegna glórulausrar ferðar sem stofnað er til af algjöru reynsluleysi.

    By Blogger Gunnar , at 10:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com