Annar.
Við íslendingar svona allflestir erum svo hrifnir af öðrum.
Öðrum í jólum.....öðrum í hvítasunnu.
Svo ég held að í dag vilji ég hafa annan í fimmtudegi, trúlega góður dagur það.
Ég gekk í Kópavoginn til að gefa öndunum í morgun, velti því fyrir mér hvernig ætti að kalla á endurnar svo þær kæmu til að fá morgunverð; ef endurnar væru hænur myndi ég kalla: púddapúddapúddapúdd, og þær kæmu.
Andaandaandaand hljómar ekki mjög vel.
Brabrabrabrabra ekkert betur.
Humm, verð að leggjast undir feld og velta þessu fyrir mér.
Á leið minni merkti ég nýútsprungin laufblöð, græna bletti í döggvotu grasinu, brum á runnum og trjám........... vorið í febrúar?
Ef það er annar í fimmtudegi í dag þá verður þriðji á morgun. Þegar þessum vinnudegi mínum líkur hef ég lagt að baki sextíu stunda vinnuviku. Og er heppin að hafa vinnu sem er ekki fyrir neðan mína virðingu og heilsu til að njóta hennar.
Njótið hvers annars.
Öðrum í jólum.....öðrum í hvítasunnu.
Svo ég held að í dag vilji ég hafa annan í fimmtudegi, trúlega góður dagur það.
Ég gekk í Kópavoginn til að gefa öndunum í morgun, velti því fyrir mér hvernig ætti að kalla á endurnar svo þær kæmu til að fá morgunverð; ef endurnar væru hænur myndi ég kalla: púddapúddapúddapúdd, og þær kæmu.
Andaandaandaand hljómar ekki mjög vel.
Brabrabrabrabra ekkert betur.
Humm, verð að leggjast undir feld og velta þessu fyrir mér.
Á leið minni merkti ég nýútsprungin laufblöð, græna bletti í döggvotu grasinu, brum á runnum og trjám........... vorið í febrúar?
Ef það er annar í fimmtudegi í dag þá verður þriðji á morgun. Þegar þessum vinnudegi mínum líkur hef ég lagt að baki sextíu stunda vinnuviku. Og er heppin að hafa vinnu sem er ekki fyrir neðan mína virðingu og heilsu til að njóta hennar.
Njótið hvers annars.
3 Comments:
Ég man að þegar maður stóð við girðingarnar á vorin og kallaði á nýfæddu lömbin, eins þegar maður stóð við réttarvegginn að hausti og kallaði á kindurnar þá kallaði maður oft eitthvað sem gæti skrifast "guddugudduguddumee"
Þetta var auðvitað alveg samhengislaust en segir manni þó að það er nokkuð sama hvað kallað er á dýrin, það er tónninn sem þau skilja, ekki orðin. Þú getur þess vegna kallað dúggudugguduggudugg, þær koma samt.
By Gunnar , at 11:19 e.h.
Reyni þetta næst,held vart vatni fyrir hlátri.
By Nafnlaus, at 7:33 f.h.
Sæl og til hamingju með þriðja í fimmtudegi. Ég held þetta sé rétt með röddina, dýrunum er sama hvað er sagt bara ef það er gert með blíðum rómi (svona rétt eins og börnunum) það skiptir ekki máli hvort sagt er "komdu hérna rýjan mín" eða "komdu hérna skítalabbi" bara ef það er gert með góðu röddinni. Þetta vitum við af reynslunni!
Jæja ég er sem sagt mætt úr vetrinum í Köben í vorið á ÍSlandi.
By Nafnlaus, at 9:16 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home