Dugleysi
Það er í mér eitthvert dugleysi, almennt og yfirleitt er ég dugleg ekki duglaus. En nú þyrmir yfir mig getuleysi og nennan er alls ekki virk. Eftilvill er þetta slen, vetrarslen. Eða bara eitthvað annað slen. Hvað er slen? Ástandslýsing!!!
Ef ég horfi á málið frá öðrum hliðum er næsta víst að ég er að gera of miklar kröfur(kannski) til sjálfrar mín.
Ég sem sé ætlast til þess af sjálfri mér að ég sé hugmyndarík og sposk í hugsun eftir tólf og þrettán tíma vinnudag. Ég er trúlega skrýtin ------------ svona á gráu svæði.
En hugsanir mínar og skoðanir eru minn raunveruleiki í dag.
Hef ekki annan raunveruleika.
Njótið hvers annars.
Ef ég horfi á málið frá öðrum hliðum er næsta víst að ég er að gera of miklar kröfur(kannski) til sjálfrar mín.
Ég sem sé ætlast til þess af sjálfri mér að ég sé hugmyndarík og sposk í hugsun eftir tólf og þrettán tíma vinnudag. Ég er trúlega skrýtin ------------ svona á gráu svæði.
En hugsanir mínar og skoðanir eru minn raunveruleiki í dag.
Hef ekki annan raunveruleika.
Njótið hvers annars.
3 Comments:
Hleypið mér að! Ég er bifvélavirki!
Eftir lauslega skoðun álít ég að átsæðan fyrir kraftleysinu sé sú að þú ert að verða bensínlaus. Ég ráðlegg helgarfrí, bíltúr á Suðurnesin með viðkomu í Garðskaga og mikla sykurneyslu ásamt vænum skamti af ís á Ný-ung í Keflavík. Þessi uppskrift hleður stærstu batterí,jafnvel þó steindauð séu. Til að þú fáir ekki hjartaáfall af hlátri ætla ég ekki að skrifa meira.
Bendi samt á síðuna hans Leós, sem tilgreind er vinstra megin á minni. Þar er að finna gullkorn úr læknaskýrslum. Það má hlaða með þeim líka.
By Gunnar , at 10:38 f.h.
Ég veit svo sem alveg að það eru tvö emm í skammti. Hlýt að vera að slappast eitthvað.........
By Gunnar , at 10:40 f.h.
Ég er á því að kröfurnar sem þú setur á sjálfa þig séu ívið of miklar. Það er ekki skrítið þó þú sért obbulítið kraftlaus eftir svona margar langar vaktir og aukavaktir þegar endurhleðslan á að fara fram. Veit að þú ert núna á helgarvakt og ég veit að þær vaktir eru h.......... langar. Hvernig væri bara að taka mig til fyrirmyndar og skella sér í skóla!!! Það er svo rólegt og róandi!!!!! eða er það ekki??????
By Nafnlaus, at 2:50 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home