Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Amstur.

Ég virðist ætla að halda mig við 60-80 tíma vinnuviku.
Það bendir til að mynda til að:

Ég sé vinnualki.
Ég kunni ekki að segja nei.
Ég sé vinnusöm.
Ég eigi mér ekki líf utan vinnu.
Ég haldi að ég sé ómissandi.
Ég sé bara biluð.



Ég veit ég er vinnusöm, en neita að vera vinnualki. Ég kann að segja nei þó svo ég notið þá kunnáttu sjaldan. Ég á mér líf utan vinnu og ýmis áhugamál þar að auki.
Yfirfullir kirkjugarðar hafa sannfært mig um að hvorki ég né aðrir eru ómissandi.

Niðurstaðan er sem sé sú að ég er biluð. Allavega sitthvað í mér sem virkar ekki sem skyldi.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • mikið er gaman að vita að þú ert búin að skilgreina vanda þinn. Ég veit ekki alveg hvort greiningin er rétt, kannski vantar bara fólk sem er tilbúið að vinna í geiranum þínum vegna þess að launin eru svo léleg og þennslan í þjóðfélaginu eins mikil og hún er. En það getur líka verið að fólki méð hjárta fari fækkandi!! Sjáumst, heyrumst!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:06 e.h.  

  • Ég sem hélt að konan með lampann væri dauð!!!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:42 e.h.  

  • Nú er greinilega kominn tími á farandtölvu svo hægt sé að pikka inn pistla í vinnunni, fyrst ekkert líf er utan hennar. Góður vinur minn, margtyngdur,kvaddi oft með orðunum "taken sí das rúligheit"
    Ég vil gera þau frómu orð hans að mínum.
    Gunnar.

    By Blogger Gunnar , at 9:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com