Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, mars 26, 2006

Sunnudagur

Að morgni dags er oft gott fyrir mig að skoða daginn framundan líkt og það er gott fyrir mig að skoða daginn og gjöröir mínar að kveldi dags.
Hvað liggur fyrir í deginum? Hvað get ég gert til að gera hann góðan? Einfalt ekki satt?

Nú í dag liggur fyrir að sinna ömmustelpunum mínum, heimilinu og sjálfri mér.
Ömmustelpurnar heimilið og ég falla undir sama hatt í þessu tilviki. Ég vel viðhorf mín og framkomu og ef ég vel að vera í góðu skapi og gera alla hluti eins vel og ég get hef ég þá trú allt gangi mér í haginn. Ef ég sinni ömmustelpunum af alúð er ég líka að rækta sjálfan mig, ef ég sinni daglegum skylduverkum af alúð er ég líka að rækta sjálfan mig, því allar gjörðir mínar endurspegla mig og mína líðan.
Ömmustelpurnar stækka og þroskast önnur er að vera dama verður tólf ára nú í apríl hin níu ára í júlí. Tíminn þýtur áfram og ég gleymi svo oft að staldra við og njóta.

Ísfirðingurinn góði benti réttilega á að tími væri á fartölvu svo ég gæti hellt úr minni andlegu ruslafötu hvar og hvenær sem er, ég gerði að sjálfsögðu eins og hann sagði. Hlýðin ekki mjög skýr en hlýðin.


Ég heyrði frá Bing Xin í gær hún er í góðu yfirlæti á grænni eyju í Taivan ásamt ástmanni sínum við köfun – yndislegt að lifa og leika sér með þeim sem maður elskar. Ég sakna hennar - falleg ljúf með létta lund – já ég er heppin, lánsöm, þakklát fyrir þær gjafir sem mér eru gefnar.


Í dag ætla ég að brosa til allra sem ég hitti.


Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Mikið langar mig í svona farandtölvu! Er að hugsa um að fermast í annað sinn, aldrei að vita.... fermingartilboðin hellast inn en ég var að eyða tæplega hálfri milljón í vél í bát sem varla er neinn bátur heldur bara sundurskorið flak. Spurning um forgangsröð.

    By Blogger Gunnar , at 2:36 e.h.  

  • Láttu það eftir þér!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:44 f.h.  

  • Já, ég þakka stuðninginn og hef ákveðið að láta þetta eftir mér. Þá er næst að velja prestinn og kirkjuna.......

    By Blogger Gunnar , at 9:52 e.h.  

  • Góður!!!!!!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com