Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskaköttur!!!!!!!!!!

Um þessa páska fór ég í páskaköttinn.
Það hlýtur eiginlega að vera köttur samanber jólaköttur. Ég fékk ekkert páskaegg í fyrsta sinn á ævinni eða í það minnsta svo langt sem ég man af æviferlinum. Þar af leiðandi fékk ég engann málshátt er því málsháttarlaus kona núna á þessum drottins dýrðar þriðjudegi.
Nú til þess að falla ekki í ævarandi þunglyndi yfir vonsku heimsins eymd volæði og aumingjaskap, hef ég bruggað upplífgandi gleðiilm andþunglyndisblöndu sem ég lykta af svo oft sem ég get, set líka í ilmdreifara til að auka áhrifin. Ég gæti best trúað að kojuslóðinn minn haski sér fram úr rúminu og læðist hljóðlaust út. (Hann tekur enga áhættu með ilmkjarnaolíurnar lengur - huglaus eða skynsamur?)

Svo er það spurning um páksakött!!!!!!!! Nær væri að tala um páskamink held ég í það minnsta.

Svo er rétt að ljóstra því upp hér og nú að oft hef ég keypt mitt eigið páskaegg svona til að tryggja mér málsháttinn, mér er greinilega farið að förlast. En á góða uppskrift að ilmkjarnaolíublöndu sem hressir upp á minni og einbeitningu. Læt hana fljóta með:

20 dropar Rosemary
10 dropar Peppermint
8 dropar Basil
5 dropar Ginger

Blanda ber öllum dropunum saman og setja 5-10 dropa í ilmdreifara. Allt eftir þörfum.
Er lífið ekki ljúft?

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com