Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Heil og sæl.

ja hérna hér og hana nú.

Stundum er lífið þannig að lítið er að gerast markvert í lífinu nema að lífið heldur áfram einn dag í einu. Meðan það gerist er ekki yfir neinu að kvarta ef mig skyldi nú vanta eitthvað til að kvarta yfir svona almenn og yfirleitt.
Ætli lífið yrði betra ef ekki væri unnt að setja útá/kvarta yfir einhverju.

Ætli lögmál skortsins gildi ekki allstaðar, þannig að þegar eitt verkefni/vandamál er leyst kemur annað.
Þegar einni löngun er fullnægt kemur önnur. Og svo áfram og áfram.
ég legg það stundum á mitt fagra höfuð að hugsa um þessa hluti. Og verð dálítið heltekin af þeim hugsunum sem berjast um yfirráða svæði hugans hvert sinn.
Ég kemst nú ekkert frekar að vitlegri niðurstöðu í dag fremur en aðra daga.

En nýjasta dellan/hugarfóstrið mitt eru ilmkjarnaolíur. Þannig að ef einhver lumar á góðri uppskrift sem lífgar andann þygg ég með þökkum það sem aðrir geta miðlað til mín.

Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Velkomin til lífsins! Um ilmkjarnaolíur veit ég ekkert en er skárri í smurolíum. Þekki þó engar uppskriftir sem innihalda þesskonar stöff. Gleðilega páska.

    By Blogger Gunnar , at 4:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com