Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti.

Gleðilegt sumar.
Sumarið er tíminn.

Dagur elskenda í mínum huga.
Allir sem elska --- segið það, með orðum og athöfn. Eftilvill er ekki annað tækifæri og þar fyrir utan er góð vísa aldrei of oft kveðin.

Verið góð hvert við annað.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Ég óska þér gleðilegs sumars og yndislegs lífs. Mér þykir ótrúlega vænt um þig. kveðja Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:49 e.h.  

  • Óskaplega þurfti ég á þessu að halda, takk fyrir að vera vinur minn.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:23 e.h.  

  • Hvað er orðið um skrifarann? Þeir eru ekki svo margir sem skrifa eitthvað af viti, að hvers og eins er sárlega saknað, jafnvel við stysta hlé. Taka bensín og halda áfram.....

    By Blogger Gunnar , at 5:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com