Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, maí 06, 2006

Nýr dagur.

Það er kominn nýr dagur - heppin. Ef ekki væri kominn nýr dagur væri ég án efa steindauð allavega dauð, því einn af mörgum kostum við nýjan dag er lífið sjálft. Ég er heldur ekki viss um að ég vilji vera dauð, ég á til dæmis eftir að sjá nýju nöfnu mína sem fæddist 4 maí. En þó er ég næsta viss um að ef ég væri dauð fengi ég tækifæri til að kíkja milli skýhnoðranna og senda henni alla þá blessun sem þörf er á í þessari annars ágætu veröld.

Veröldin rúllar sinn gang hvort sem ég vakna kát til dagsins eða ekki, skrýtið. Ég held að betra sé að vera kátur í deginum, svona fyrir lífið sjálft.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Til hamingju með frænkuna
    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:56 f.h.  

  • Takk, þú veist að þetta er nafna, ekki satt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com