Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hamingjusemi

Ég var að hlusta á útvarpið í morgun, fréttir frá stóru ameríku:
Til að geta grennst þarf fólk að vera hamingjusamt annars er ekki hægt að grennast.

Dreg ályktun:
1. Allir feitir eru óhamingjusamir.
2. Allir grannir eru hamingjusamir.

Hugsa:
Ég er feit af því leiðir - ég er óhamingjusöm. Eða ég er óhamingjusöm af því leiðir að ég er feit. Ef ég vil grennast þarf ég að finna hamingjuna.

Spurning:
Hvar er hamingjan svo ég geti fundið hana og grennst?

Njótið dagsins - lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com