Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Sjálfssmíði.

Ég fór að skoða hug minn. Með smiðsaugum. Hver smíðaði mig?
Nú ég er víðlesin - held ég, sæmilega minnug svona í það minnsta þegar ég sé ástæðu til.
En hver smíðaði mig?
Ég komst að því tiltölulega snemma á lífsleiðinni að við ákveðna athöfn manns og konu vera börn til. Þar er allavega kominn hluti af smíðinni. En hver ákvað að ég yrði ég en ekki einhver önnur? Kynið ákvaðst á þeim tíma af sundhæfileikum og styrk frumu sem var á ferðinni ásamt fleirum og fleiru sem til þarf í einstaklingssmíði. Ómótaður bjarglaus einstaklingur lítur í fyllingu tímans dagsins ljós. Frumsmíði!!!!!!!!
Trúlega því ekki er til annað eintak af mér (svo ég viti)
Hummmmmmm um leið og ég leit dagsins ljós hóf umhverfið og þeir sem tilheyrðu því að móta mig. Einhversstaðar á leiðinni vildi ég hafa áhrif á líf mitt. Þar kemur sjálfssmíðin inn í þennan mjög svo djúphugsaða pisil.
Í því takmarkaða rými sem ég hef sem einstaklingur - sem hluti af alheimsmyndinni hef ég ætíð valkost, stundum fleiri en einn. Ég vel hvernig ég hugsa.............kem fram.......lifi í deginum - á þann veg hef ég smíðað mig sjálf.

Svo er það spurningin um Guð og hans aðkomu að málinu. Er minn vilji minn vilji eða Guðs vilji eða okkar beggja eða koma fleiri möguleikar til greina?

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com