Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Hinir ýmsu dagar.


"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af.
Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.
Annar er gærdagurinn…
með sínum mistökum og áhyggjum,
göllum og glappaskotum,
sínum sársauka og kvölum.
Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum.
Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.
Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær,
né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum…
Gærdagurinn er liðinn!

Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn,
með sínu ómögulega andstreymi, áhyggjum,
sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.
Morgundagurinn er utan okkar seilingar.
Sól morgundagsins mun rísa
annaðhvort í heiðskýru eða bak við skýjabakka,
en hún mun rísa.
Og þegar hún gerir það,
eigum við ekkert undir deginum,
því hann er enn ófæddur.

Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".
Allir geta barist í orrustum eins dags.
Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins
og morgundagsins sem við brotnum saman.
Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki
það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær
og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Lifum því fyrir einn dag í einu.
-Höfundur ókunnur-
Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Langt síðan ég hef kíkt í heimsókn á síðuna þína. Á morgun eru skilin á þessum verkefnum svo þá verð ég oftar á ferðinni. Hafðu það gott og ég hafði gott af því að lesa síðuna þína!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:26 e.h.  

  • Takk fyrir ég veit að allt gengur vel hjá þér einn dag í einu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com