Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, maí 21, 2006

Reiðhjól.





----------------------------------



Konur og reiðhjól


Tilvitnun dagsins er frá 1885, þar sem verið er að svara fyrirspurn ungrar stúlku um hjólreiðar kvenna. Þar segir:
The mere fact of riding a bicycle is not intself sinful, and if it is the only way of reaching the church on a Sunday, it may be excusable.

--------------------------------------

Ég er hlýðin ekki mjög skýr en hlýðin. Þessvegna fór ég að velta fyrir mér reiðhjóli.

Rakst á ofangreint á vefnum og stal því án mikillar umhugsunar. Þar sem andi minn er á eyðimerkurrápi án mín dettur mér ekkert skemmtilegt eða óskemmtilegt um þetta tveggjahjóla farartæki, en ég held því fram að þríhjól séu stöðugri.

Upp í hugann kemur setning:

“Ég er til í allt nema sjálfsmorð og það sem ekki er hægt að gera á hjóli.”

Ekkert meir um hvað þetta táknar.

Ég hef aldrei til að mynda verið dugleg við að hjóla, held að það séu tuttugu ár frá því að ég settist á reiðhjól síðast.

Ég fór hinsvegar ekki fyrir svo mörgum árum á hlaupahjól þegar að ömmubörnin voru hér að láta spilla sér. Eftir að hafa æft mig um stund hóaði ég í barnabörnin:

“Sjáið þið bara hvað amma er flink”

Út kom hópurinn stillti - sér upp með aðdáun í augunum. ( Það eru sko ekki allar ömmur sem leika sér á hlaupahjóli)

Nú ég renndi mér af stað brosandi út að eyrum; splassss bomm, þarna lá ég kylliflöt á maganum. Ömmubörnin skelfingin uppmáluð, héldu að ég væri stórslösuð.

Ég stóð upp dálítið skrámuð með skerta sjálfsmynd, hef ekki farið á hlaupahjól síðan.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Þessi ágæti pistill rennir undir mína skoðun ekki bara styrkum stoðum heldur heilu pari af símastaurum!
    Ég vil nefnilega meina að það geti verið ágætis heilaleikfimi, þegar manni finnst andinn vera eyðimörk, að grípa augnablikið og skrifa um það sem fyrst kemur í hugann, eða það sem augað fangar. Í barna- og gagnfræðaskólanum forðum hét þetta "ritgerð um fyrirfram ákveðið efni".
    Í stuttu máli: Andleysi er engin afsökun fyrir því að trassa dygga lesendur. Fulla ferð áfram.........

    (konan kannast aðeins við tákn með tali. Það næsta sem ég kemst slíku er að horfa á Frakka og Ítali tjá sig)

    By Blogger Gunnar , at 5:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com