Reiðhjól.


----------------------------------
Konur og reiðhjól
Tilvitnun dagsins er frá 1885, þar sem verið er að svara fyrirspurn ungrar stúlku um hjólreiðar kvenna. Þar segir:
The mere fact of riding a bicycle is not intself sinful, and if it is the only way of reaching the church on a Sunday, it may be excusable.
--------------------------------------
Ég er hlýðin ekki mjög skýr en hlýðin. Þessvegna fór ég að velta fyrir mér reiðhjóli.
Rakst á ofangreint á vefnum og stal því án mikillar umhugsunar. Þar sem andi minn er á eyðimerkurrápi án mín dettur mér ekkert skemmtilegt eða óskemmtilegt um þetta tveggjahjóla farartæki, en ég held því fram að þríhjól séu stöðugri.
Upp í hugann kemur setning:
“Ég er til í allt nema sjálfsmorð og það sem ekki er hægt að gera á hjóli.”
Ekkert meir um hvað þetta táknar.
Ég hef aldrei til að mynda verið dugleg við að hjóla, held að það séu tuttugu ár frá því að ég settist á reiðhjól síðast.
Ég fór hinsvegar ekki fyrir svo mörgum árum á hlaupahjól þegar að ömmubörnin voru hér að láta spilla sér. Eftir að hafa æft mig um stund hóaði ég í barnabörnin:
“Sjáið þið bara hvað amma er flink”
Út kom hópurinn stillti - sér upp með aðdáun í augunum. ( Það eru sko ekki allar ömmur sem leika sér á hlaupahjóli)
Nú ég renndi mér af stað brosandi út að eyrum; splassss bomm, þarna lá ég kylliflöt á maganum. Ömmubörnin skelfingin uppmáluð, héldu að ég væri stórslösuð.
Ég stóð upp dálítið skrámuð með skerta sjálfsmynd, hef ekki farið á hlaupahjól síðan.
Njótið hvers annars.