Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, maí 15, 2006

Vitrænar umræður.



Nú ég horfði á fréttir í gærkveldi. Ölvaður ökumaður sem stakk af. Eyðilagði ljósastaur.
Ég fékk fréttablaðið í morgun með sömu aðal frétt.



Ég fór að hugsa:
Skyldi maðurinn vera sá eini sem ekið hefur drukkinn.
Eða er hann einn af fáum sem teknir eru fyrir ölvunarakstur.
Skyldi hann hafa ákveðið um morguninn þegar hann vaknaði - að aka drukkinn og keyra á ljósastaur og stinga af.


Ég komst að því að ekki borgar sig að hugsa um þessa hluti of mikið en ég læra af þessu afar einfalt ráð.

Ekki aka drukkinn.

En þar fyrir utan leiðast mér svona fréttir en á móti kemur að mér finnast pislar eins og hún Anna mín (sjá til hliðar) skrifar bráðskemmtilegir, öðruvísi sjónarhorn á atburðinn hér að ofan.

Í vitrænum umræðum hér á heimilinu í morgun voru dregnar ályktanir:

Ef hann hefði verið edrú hefði hann ekki keyrt fullur.
Skylda ber alla ráðamenn ríkisins til edrúmennsku.


Og svo er það spurning dagsins:

Hvernig væri okkar samfélag án allra vímuefna?


Njotið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com