Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Viðræður

Viðræðurnar fóru út um þúfur.

Skyldi ekki vera auðveldara að safna viðræðunum saman þegar þær fara út um þúfur en ef þær hefðu farið út um víðan völl?

Það tók sig upp gamalt bros og hlátur þegar é sá fyrir mér "viðræður" hundeltar af stjórnmálamönnum um þúfur og þúfnabörð.
Ætli göngulag þeirra hafi breyst í þúfnavag!!!!!!!!!!!!

Þúfnagöngulag einkennir reyndar fyrirsætur heimsins. Og þykir flott.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • smölun lokið mánudagurinn samþykktur
    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:51 f.h.  

  • Skrifaði heilmikið komment um hann Anonymus, sem ég hef sé allnokkuð eftir. Þegar skyldi senda inn athugasemdina ýtti ég á vitlausan takka, ekki varð aftur snúið og athugasemdin fór út um þúfur.

    By Blogger Gunnar , at 7:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com