Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Eyðimörk og sitthvað annað.

Eyðimörk er í landafræði svæði þar sem úrkoma er minni en 250 mm á ári og einkennast af litlum gróðri, slík svæði þekja u.þ.b. einn þriðja af jörðinni. Köld svæði Suðurskautslandsins og Grænlands eru eyðimerkur vegna kulda. Orðið eyðimörk er þó oftar notað um svæði þar sem úrkoma er tvöfalt minni en uppgufun. Einnig geta jarðlög verið svo gropin að úrkoma nýtist ekki gróðri og þau verða gróðurvana af þeim sökum.
Þessar upplýsingar eru í frjálsa alfræðiritinu.

Ég er enn að leita að andanum sem sem yfirgaf mig eins og heilinn í Simson forðum.

Meðan á öllu þessu flakki stendur er rétt að hugsa um eitthvað annað svo sem eins og vetrarfærðinni sem er víða um land, grámann sem er úti við hér hjá mér.

Og um leið og hugsað er um gráann hversdagsleikann er rétt að muna eftir hvað grái liturinn er fjölbreyttur og fagur ef hugurinn er stilltur þannig.

Ég er feginn að vera ekki þar sem ófærðin er enda búin að skipta yfir á sumardekk eins og lög gera ráð fyrir.

Steypukallin skipti um föt, þvoði mestu steypuna framan úr sér og hélt áfram að steypa, hefur reyndar ekki sést síðan enda yfirdrifin verkefni hjá múrurum þessa dagana.

Svo er það þetta:

Í dag er dagurinn minn.

Tillögur að deginum:

1. Segðu við sjálfan þig upphátt og í hljóði fimm sinnum yfir daginn, mér líður vel, mér gengur vel
2. Segðu eitthvað fallegt um þig við aðra manneskju og meintu það
3. Farðu í nudd
4. Farðu í heimsókn, til einhvers sem þú hefur lengi ætlað að líta til
5. Farðu í gönguferð
6. Farðu í sund
7. Farðu í fótsnyrtingu
8. Segðu einhverjum að þér þyki vænt um hann
9. Hrósaðu einhverjum fyrir verkin hans
10. Hrósaðu einhverjum fyrir persónulega eiginleika hans
11. Brostu framan í ókunna
12. Svaraðu brosandi í símann
13. Gerðu eitthvað sem þig hefur langað til lengi en ekki gefið þér tíma í
14. Sestu niður ein/einn með sjálfri/sjálfum þér og hugsaðu vel til þín og settu síðan á blað tíu jákvæða eiginleika
15. Hringdu í þann sem þú hefur ætlað lengi að hringja í en ekki gefið þér tíma


Njótið dagsins - lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Eyðimörk er það fé sem þýskir ferðamenn skilja eftir í landinu við kaup á gistingu,mat og öðru því sem þeir af heimsfrægri nísku sinni henda aurum í.

    By Blogger Gunnar , at 7:25 e.h.  

  • Jahérna hér. Fyrir margt löngu var ung stúlka að þjónusta á hóteli þar sem þýskir ferðamenn gistu og borðuðu morgunmat. Þeir kláruðu alltaf allt af hlaðborðinu og tók með sér það sem þeir gátu ekki borðað. Unga stúlkan varð einn daginn afar þreytt á þessu framferði, skundaði að borði þeirra félaga þreif mjólkurkönnuna og hellti í vasann hjá einum þýskaranum. Ég kann ekki endirinn á sögunni en hún er alltaf jafn góð.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com